Sjaldan hef ég lesið bók sem mér hefur verið sett fyrir í skólanum af jafn miklum ákafa. Sjaldan þykja mér dómarnir sem eru á kiljunni reynast sannir þegar í gegnum bókina er farið.
Kynningin hljómar einhvernvegin þannig að roskinn maður finnst, að því er virðist, myrtur í kjallaraíbúð sinni í Norðurmýrinni. Rannsókin hefur heldur mikið í för með sér og á sama tíma hverfur ung kona úr eigin brúðkaupi.
S.s. rannsóknalögrelumennirnir Erlendur og Sigurður Óli standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem teygir anga sína víða, þ.a.m. lengst aftur í fortíðina.
Ég verð nú bara að segja að mér fannst þetta eðal reyfari, og er ég ekki einn á því máli enda hafa gagnrýnendur lofað hana hástöfum. Ef þú hefur lesið hana endilega lát þú skoðun þína í ljós hér, ef ekki farðu þá á bókasafnið eða útí bókabúð og náðu þér í eintak af Mýrinni.
Ps. vinsamlegast komið ekki með svör á borð við: Oj, þessi bók sökkar e. e-h álíka.

-Þetta er allt ein andskotans Norðurmýri..