Jæja, núna ætla ég að rita etv. eitthvað alveg tilgangslaust, en rita það þó.

Flest vitum við hvað það er æðislegt að uppgötva nýja hljómsveit, t.d. með að heyra eitthvað magnað lag ogsvoframvegis. Napsterinn sálugi gerði manni þetta afar auðvelt fyrir, en honum var lokað. Jæja, maður lét þó ekki deigann síga, persónulega byrjaði ég að nota Audiogalaxy. Hrifningin af því forriti var mikil hjá mér, absolútlí brillíjant. En…svo fæ ég tilkynningu einn góðan daginn. Mín útgáfa er orðin úrelt, þörf fyrir nýja* Jæja, endurbætur eru sjaldnast af hinu slæma, nema hvað? Jú, í þessari nýju útgáfu er búið að setja X á flest allar útgáfur laga, s.s. svipuð örlög og Napster. Jæja þá…

Nýtt forrit - lét mig hafa það.

BearShare, prófaði það, það ernú meira ruslið. Henti því eftir nokkrar mínútur, gaf því etv. lítinn séns, en út með það!

Kazaa, jújú, svosem fínt ef maður vill ná sér í allt það vinsælasta í dag, þó skal v=v reglan vera í miðlungs hávegum -> Vinsælt=Viðbjóðslegt. Auðvitað eru undantekningar. Annars frekar hægvirkt forrit, leiðinlegt. Út með það!

WinMX, tekur svona 10mínútúr að tengja sig við server. Er svo hálf óskiljanlegt. Gengur svo mjög treglega að næla sér í lög, er líka hálf hægvirkt. Fær að hanga inni, tæplega þó!

Það sem mér þótti best við Audiogalaxy var að forritið fann e-h sem hafði lagið sjálfkrafa og byrjaði að dl því, í staðinn fyrir að standa í því veseni sjálfur. En það virkar semsagt treglega núna.

En…
hvaða forrit eru þið svona að nota? Einhver sem eru að gera góða hluti í þessu fyrirbæri sem kallast file share. Endilega komið með eitthvað feedback.

Annars ætlaði ég mér nú að skrifa um það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, biðja ykkur svo um að skrifa eitthvað til baka sem er að gera góða hluti hjá ykkur í dag. Hvaða bönd og lög er að fá hárin ykkar til að rísa þessa dagana, eða hjartað til að hamast kannski?

Persónulega er ég í miklu Pink Floyd stuði þessa dagana, enda ekkert nema snilld á ferð. Byggir enginn sólóin sín betur heldur en David Gilmour, voða fáir allavega ;) Svo er ég að fá eitthvað kikk útúr því að hlusta á sovéska þjóðsönginn, enda kraftmikill karlakór á ferð. GodspeedYouBlackEmporor á besta lag allra tíma að mínu mati, lag nr. 1 á slow riot for new zero kanada. Held að lagið heiti ekkert sérstakt, svo ég muni. Afarmikil snilld.

Allavega, komið með eitthvað, ég er staðnaður í snilldar böndum. Vantar eitthvað til að hlusta á, eitthvað gott, yndi.


May nothing but happiness come through your door.