The pros and cons of hitchhiking Roger Waters – The Pros and Cons of Hitchhiking (1984)

Árið er 1984. Pink Floyd í sinnu bestu mynd hafa sagt sitt seinasta. Logar allt í deilum og þar fram eftir götunum. En þetta ár taka tveir helstu sköpunarkraftar Pink Floyd, Roger Waters og David Gilmour, sig til og gefa út sína hvora sóló plötuna. Ætti nú að vera ljóst hvað platan hans RW heitir, en gripurinn sem DG sendi frá sér heitir About Face. Skipti ég mér ekki meir af henni.

Það verður vart annað sagt en þessi sólóplata Roger Waters sé ansi sérstök. Hún er ekki grípandi, það þarf að renna henni nokkuð oft í gegn til að fara raula með og fleira í þá áttina. Persónulega þurfti ég smá tíma í að melta hana almennilega, en eftir það þykir mér hún ævintýri líkust. Gítarleikur Eric Clapton og saxafónleikur David Sanborn krydda síðan gripinn svo um munar.

Platan gerist í tímaröð, frá klukkan 4:30 að morgni, með upphafslaginu Apperantly they were travelling abroad, til klukkan 5:11 að morgni, með laginu The moment of clarity. En þarna inn á milli eru nokkur lög sem standa uppúr sem gersemar, þó mér þyki best að líta á plötuna sem eina heild.

Myrkur og birta, gott og vont, þetta eru þessir pólar sem takast á í lífinu og ber ekki á öðru en Roger Waters taki ansi vel á þessum málum á þessari plötu. Semsagt ansi eigulegur gripur, sem ég fann reyndar ekki í plötubúðunum sem ég versla í, svo ég pantaði diskinn frá Bandaríkjunum. Fékk þennan ásamt Amused to Death á 28$, með sendingu og tilheyrandi.

*lög til að ná sér í á .mp3,
4:50 Am (Go Fishing)
5:01 Am (The pros and cons of hitchhiking)
5:06 Am (Every strangers eyes)