Close encounters of the Third Kind Close encounters of the Third Kind *spoil*

Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Teri Garr (Tootsie, Friends), Melinda Dillon (Magnolia) og einhverjir fleiri.

Skrifuð og leikstýrð af: Steven Spielberg

Okei. We are not alone. Hljómar það kunnuglega? Spielberg gerði þesa mynd 1977, veit ekki hvor kom á undan, Star Wars eða þessi, skiptir svosem ekki máli. Þessi mynd virðist þó vera, hvað tæknibrellur varðar, einhverjum árum á eftir.

Spielberg byrjar á að leiða okkur inní eyðimörk. Hrikalegur sandstormur. Hindrar þó ekki bílstjórana að rata um og keyra á góðum hraða. Rannsóknar menn úr hernum er mættir á pleisið til að skoða flugvélar. Flugvélar sem hurfu sporlaust 1949. S.s. fyrir 28 árum. Jæja, allt að gerast og eitthvað spennandi fylgir væntanlega. Eða hvað?

Við kynnumst frekar mislukkuðum heimilsföður, Roy Neary (Richard Dreyfuss). Sérkennilegur náungi. Stendur í þeirri trú að börnin hans einfaldlega verði að sjá Gosa í bíó. Annars er allt ónýtt. Svo þegar Neary er að vinna eitt kvöldið, ratar ekki alveg um á trukknum sínum, verður hann fyrir ‘Close encounters.’ Þá er sko ekki aftur snúið. Mjög skemmtileg sena þegar hann geimskipið grúfir yfir honum, mjög flott hvernig hann verður svo sólbrunninn öðru megin í andlitinu.

Hann sér þó ekki geimverur eða er brottnuminn. Fær Spielberg tvímælalaust prik fyrir það. En hann verður alveg húkkt á einhverju formi, eitthvað sem Neary kannast við en veit ekki alveg hvað. Og maðurinn tapar sér. Kellingin gefst upp á honum og allt í veseni. Jæja þá. En leitinni heldur hann auðvitað áfram og koll af kolli.

Ég hafði nú ekki hugsað mér að fara alveg yfir þráðinn lið fyrir lið. En nokkur atriði þykja mér mjög vel heppnuð. T.d. atriðið þegar geimverurnar ná í Barry (litla strákinn). Fín ljósashow, og eins og ég sagði, þá fær Spielberg prik fyrir að vera ekki með einhverjar fígúrur hoppandi um. Miklu betra að ímynda sér bara. Þó fannst mér þetta með tónlistina frekar hallærislegt. Kannski vegna þess að ‘tölvutónlist’ þessa tíma var hræðileg. Þessar nótur eru ekki alveg að ganga upp.

Niðurstaða; ágætis Las Vegas ljósashow, ekkert geimvísinda meistaraverk, frekar langdregin en vel leikin. Þess má geta að ég sofnaði.

**/*****