Þetta er nú kannski meria til Arsenal manna, en það mega þó allir láta skoðun sína í ljós.
Eins og margir vita fékk Wenger einhverjar 50miljónir punda til að ráðstafa í leikmannakaup núna í sumar. En eyddi hann þessu í vitleysu? Persónlega finnst mér kaupin á Richard Wright snilld sem og kaupin á Van Bronckhurst. En hvað með kaupin á Jeffers? Var það nauðsyn að eyða 8milj punda að ég held í framherja, þegar það eru fjórir mjög góðir til staðar, þ.e. Wiltord, Henry, Bergkamp og Kanu. Og afhverju keypti hann engan miðherja í yngri kanntinum til að spila við hlið Campell?? Hvað ætlar Wenger eiginlega að nota Adams og Keown lengi? Það er nauðsyn fyrir Arsenal að fá annan miðherja, og þetta vita allir. En afhverju er ekkert keypt? Og afhverju er Seaman á milli stanganna? Það er eitthvað sem mér finnst frekar skrítið, þar sem ég held að Wright geti gert betri hluti.
Hvað finnst ykkur, er Wenger fífl eða kannski bara ég?