Resident Evil, úffffff Jæja þá,

var að skoða vefsetur Harry beinastóra, aint-it-cool, rakst þar á tengil þar sem sjá mátti Resident Evil trailerinn.

Mér finnst nú hafa farið lítið fyrir þessu, reyndar var þetta nú bara póstað í gær, en er engin spenna fyrir þessari mynd?

Eins og margir aðrir sat ég hálf taugastrekktur yfir leikjunum í koldimmu herbergi, en skemmti mér engu að síður konunglega. Frábærir leikir á ferð. En hvernig skildi myndin verða? Góð spurning,

Trailerinn gefur manni harla lítið til að bíða eftir, eiginlega ekkert, liggur við að hann skuldi manni nú svo dapur var hann.

Þeir sem hafa áhuga geta farið hingað:
http://www.apple.com/trailers/columbia/resident_evil/

En hvað er þetta annars með tölvuleiki og bíómyndir? Hversu marga snilldarleiki hefur mistekist að gera almennilega á hvíta tjaldinu? Það virðist allavega vera heill aragrúi mynda.

Það dæmi sem mönnum er eflaust ferskast í minni er Tomb Raider, þrátt fyrir ótæmandi kynþokka Angelina Jolie þá nær hann ekki að bjarga myndinni.

Man einhver eftir Street Fighter, Super Mario Brothers og Mortal Kombat? Þvílíkt tríó,
reyndar voru stóru karlarnir með litlu hausana í SMB alger snilld,

svo eru reyndar leikir sem eru á gráa svæðinu, X-men (reyndar ekki leikir en tek þá mynd með) og svo Final Fantasy.
Menn eru á mjög skiptum skoðunum um þetta, ég hef ekki séð FF en ég sá X-men og fannst hún svona tveggja hamra og einnar sigðar mynd, ágætis afþreying en fannst vanta almennilegt action.

FF hefur verið rökkuð niður hvívetna, og hef ég því einfaldlega ekki haft mig í það að sjá hana, er einhver sem tekur upp hanskann fyrir þá mynd?

Þannig að..
hvað er það sem klikkar? oft eru leikirnir með ágætis þráð og svoleiðis, það vantar ekki, en það er eitthvað í umbreytingarferlinu sem klikkar þannig að myndin kemur illa út. Etv. vegna þess að þetta þyngdarlögmál okkar er (var) takmarkandi og því ekki hægt að ná ýmsu úr leikjunum. Annars veit ég nú ekki.

Skal því einhvern undra að maður sé hálf nervös við Resident Evil, skal því einhvern undra að hún sé etv. léleg?

kv. Lenin


ps. þetta hamra sigðar-gjafa kerfi virkar þannig að 5hamrar jafngilda 5stjörnum, en sigð er hálf stjarna. Ekki óþarfi að allir gefi 1-4 stjörnur sem er takmarkandi, eða mér finnst 4stjörnur bara ekki nóg, eins og að gefa 1 uppí 8.