TIGERMILK

Fyrsta plata skoska bandsins Belle and Sebastian. Frábær frumraun, laus
við alla uppvaxtarverki. Minimalískur sextett með Stuart Murdoch í
farabroddi. Hæfileikar hans sem texta og lagasmiður koma klárlega í ljós
á þessari plötu. Ekta plata til að setjast niður með þegar grúska skal vel
í skólabókunum. Tilvalin í afslöppun líka. Hentar kannski ekki á djammið
en það kemur eðlilega ekki að sök.

Lögin hafa þó tilhneigingu til að vera örlítið lík. Sér í lagi fyrstu fjögur lögin,
sem öll eru þó áheyrileg og góð. Áhugaverðasta tilraun plötunnar er þó án
efa fimmta lagið, Electronic Renaissance. Svoldið svona eins og Idioteque
sem Radiohead gaf út, bara mörgum árum á undan.

Seinnihlutinn innheldur bestu lögin að mínu mati. Rólegheitar píanómelodían
í We rule the school virkar vel, sem og sagan um Mary Jo, sitting alone,
drinkin tea. Alveg þess virði að ná í þessi lög á netinu. Reyndar alla plötuna
ef því er að skipta.

Kv. úr <a href=”http://sivut.koti.soon.fi/meri2/leningard/>Leníngarði</a