Amused to Death Roger Waters – Amused to Death (1992)

“I don’t mind about the war, that’s one of the things I like to watch, if it’s a war going on, so then I know if my sides are winning, if our sides are losing.”

Þessi tilvitnun er lýsandi fyrir það viðfangsefni sem Roger Waters tekur fyrir á sóló plötunni Amused to death. En þá plötu telja margir vera hans besta sólóverk, og jafnast á við margt af því besta sem þeir félagar gerðu í Pink Floyd á árunum ’70 til ’79.

Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Roger Waters alltaf þótt stríð hin argasta viðurstyggð, enda missti hann föður sinn í einu slíku.

En á þessari plötu eru ekki bara skilaboð varðandi stríðsrekstur, heldur ádeilur og vangaveltur um hið vestræna samfélag. Ekki hafði ég hugsað mér að rekja þau skilaboð sem fram koma í plötunni hér, en mæli með því að fólk hlusti á diskinn og það sem þar kemur fram.

Svo ber þó ekki að skilja að þessa sé innantómur áróður sem fyllir hlustandan af leiða á nokkrum mínútum. Heldur er hér fyrst og fremst, að mínu mati, um tónlistar afrek að ræða. Og ekki menn í lakari kantinum sem sjá hér um spil, ber þar helst að nefna gítarvirtúósann Jeff Beck, sem rís ansi hátt á köflum og skilar sínu mjög vel.

Frábærir textar, flott spil, kraftmikill bakraddasöngur og vitrænt myrkur gera þessa plötu að meistaraverki.

Ætla helst ekki að benda á neitt til að ná í á .mp3, en Amused to Death lagið er samt ágætt til að hlusta á svona í byrjun. Bara ná sér í gripinn.

“Doctor doctor, what is wrong with me?”