Give me convenience OR give me death Give me convenience OR give me death (’87)

Í dauðakippum sínum sendu Dead Kennedys frá sér þessa þrælfínu plötu. Hún inniheldur lög frá árunum ’79 til ’87, m.ö.o. líftíma hljómsveitarinnar.

Bandið var stofnað ’78, af þeim Jello Biafra (Eric Boucher), Klaus Flouride (bassi) og East Bay Ray (gítar). Trommarinn Ted (Bruce Slesinger) gekk svo fljótlega til liðs við þá félaga, en entist ekki ýkja lengi. Yfirgaf bandið eftir útgáfu á fyrstu plötunni, Fresh fruit for Rottin Vegtables. Við hlutverki Ted tók Darren H. Peligro.

Aðalsprautan og hjartað í bandinu, Jello Biafra, er einn af þeim sérkennilegri í tónlistarsögunni. M.a. bauð hann sig fram í borgarstjóraembætti San Fransisco ’79, endaði í fjórða sæti. Misminni mig ekki, hefur hann líka komið með álitlega tillögur varðandi stjórnmál Kaliforníufylkis, t.d. að stjórnmálamenn gangi um í trúðabúningum. En fyrst og fremst hefur hann tileinkað lífi sínu baráttunni gegn fasisma, kapitalisma og ranglæti í heiminum, auk rit og tjáningarfrelsis.

Platan.

Besta plata Dead Kennedys, gefur góða mynd af ferlinum, þónokkuð pólitískt en meiðir engan. Góður gripur í safnið. Eðalpönk með innihaldsmiklar upphrópanir.

Ýmsir hópar verða fyrir barðinu á Biafra, löggurnar, stjórnvöld, afkvæmi auðvaldsins og náungi að nafni Jerry Brown. Eftir því sem ég hef lesið mig til, skilst mér að hann hafi verið áhrifamaður í Repúblikanaflokknum fyrir nær 20 árum, fylkisstjóri Kaliforníu og sóttist eftir meiri völdum.

Ef fólk sækist eftir tóndæmum má benda á eftirfarandi lög sem standa uppúr;
Police Truck
Too drunk to fuck
California über Alles (einskonar óður til Jerry Brown)
Holiday in Cambodia

Is my cock big enough
Is my brain small enough
For you to make me a star
-Jello Biafra

ps. sá einhver hann messa í Reykjavíkurborg?