Belle and Sebastian Ekki veit ég nú hversu margir hafa heyrt um þessa hljómsveit, né hafa hlustað eitthvað á hana af viti. En allavega finnst mér hún það merkileg að ég ætla skrifa þessa litlu grein hérna.
Belle and Sebastian, nafnið kemur úr franskri teiknimyndasögu um lítinn strák og hundinn hans, kemur frá skorsku borginni Glasgow. Bandið var semsagt stofnað 1995, á litlu kaffihúsi, þar sem Stuart Murdoch réði til sín alls sjö aðra tónlistarmenn, og fæddist það kvöld Belle and Sebastian, svo að segja. Upprunalega hugmyndin var sú að hafa þetta ekki of alvarlegt, láta ekki hljómsveitina stjórna lífum þeirra, var meirasegja ákveðið að þau skildu gefa út tvær plötur og svo slútta bandinu, en sitthvað átti nú efti að breytast.
Svo í maí ‘96 gáfu þau sjálf út plötuna Tigermilk, í einungins þúsund eintökum. En viðbrögðin voru meiri en von var á frá þeim sjálfum. Í nóvember sama ár gáfu þau svo út snilldarverkið If you’re feeling sinister. Tvær breiðskífur komu svo seinna; The boy with the arab strab og Fold your hands child, you're walking like a peasant.
Ef ég ætti að lýsa stíl Belle and Sebastian, mundi ég segja að þetta væri snilldin ein, auðhlustanlegt, fallegt og frekar grípandi. Eða eins og starfsmaður Hljómalindar, Árni Viðar, orðaði það einu sinni við mig; Þetta er svo mikið popp að þetta er snilld.
Kynnið ykkur bandið - endilega