Fugazi - 13 songs Fugazi – 13 SONGS

Ian MacKaye - gítar, söngur
Guy Picciotto - gítar, söngur
Joe Lally - bassi
Brendan Canty - trommur

Svona er víst uppstillingin á ofurrokkurunum í Fugazi. En bandið var einmit stofnað 1987.

Tvær ep plötur, Fugazi og Margin Walker, voru saumaðar saman og gefin út sem ein, 13 songs. Við mikla hlustun áttar maður sig á kaflaskiptunum, etv. vegna þess að Margin Walker hefur mikinn ‘upphafslags’ keim.
Fugazi mega eiga það að þeir eru ekki auðmeltir. Falla ekki alltaf ýkja vel að eyra. Það tók mig í það minnsta smá tíma að venjast bandinu, ætli ástæðan sé ekki söngurinn. Því hann er jú slæmur. Má þó heita túlkunaratriði.

Ég er ekki viss um að margir átti sig á hversu mikill áhrifavaldur þessi plata er, og Fugazi yfir höfuð. Margir nefna 13 songs þegar skilgreina á alternative rokk. Persónulega er ég á því að margar þessara skilgreininga standist ekki, og nota ég þær sjaldan. En rokk & ról er þetta, drifið áfram af miklum krafti.

Við fyrstu hlustun á fyrsta lagi, Waiting room,datt mér helst í hug að þetta væri stef í Tarantino mynd. Væri mjög gott sem slíkt, en sú ímynd breyttist nokkuð eftir að raddböndin hófu að þenjast. Það er ekki auðvelt að taka út nokkur lögtil ábendingar um sýnishorn af plötunni. En ég er eindregið þeirrar skoðunarað það sé nauðsynlegt að kíkja aðeins á gripinn. Veita Íslandsvinunum smá áheyrn.

Annað lag plötunnar, Bulldog front er ansi gott, og held ég að Maus hafi líka heyrt þetta lag, hrifist af því og orðið fyrir áhrifum. Sem er hið besta mál.
Give the cure er hinn þokkalegasti rokkslagari, Margin Walker er upphaf seinni ep plötunnar, og mjög fín byrjun. Ágætt að kíkja á þessi lög, eða etv. kíkja í Hljómalind, er alveg viss um að platan er til þar.

Kv.
<a href=”http://sivut.koti.soon.fi/meri2/leningard”>Leningarður</a