Black Sabbath - Paranoid Black Sabbath – Paranoid (1970)

Deep Purple hefur fengið sinn skerf, sama má segja um Led Zeppelin. En af 70’s rokkhetjunum hefur það einhverra hlutavegna alltaf legið milli hluta hjá mér að stúdera aðeins Black Sabbath. Því miður. Mín fyrstu alvöru kynni af bandinu voru þegar einhver rataði í drykkjupartý með best of disk. Auðvitað hreifst maður undireins.

Það náði þó ekki lengra. Ekki í bili allavega. Fyrr en í dag, að ég var í sakleysi mínu að þræða götur borgarinnar sem ég bý í, og rekst þar á búð nokkra, Swamp Music second hand. Skelli mér inn að róta. Rek svo augun í Black Sabbath rekkann, og sé að það stendur ‘uusi’ á honum, sem þýðir einfaldlega nýtt. Og prísinn, 9 evrur, sem mundu vera ca. 775 kr. Þannig að ég tek fram það litla sem ég hef í vösunum og borga fyrir diskinn og held af stað heim, kampakátur með kaupin.

En hafi ég verið kátur þessi löngu skref sem ég þrammaði heim á leið, þá er mér orðavant ef lýsa skyldi heimkomunni og fyrstu keyrslu. Svona skal rokkið vera, svona Á rokkið að vera. Allt frá rólegum melódíum yfir í árdaga ‘speed metalsins’

Lítum aðeins á aðdragandann. Í ársbyrjun ’70 gáfu BS úr sýna fyrstu plötu, samnefnda í þokkabót. Ku vera hörkugripur, en hún er því miður ekki í mínu safni, enn sem komið er. Í júlí, sama ár, skella drengirnir sér svo í stúdíó, og í septemper ’70 kemur Paranoid út. Upphaflega átti hún að heita War Pigs, en var víst breytt eftir að lagið Paranoid slóg í gegn.

Verst þykir mér að hafa ekki keypt þessa plötu fyrr, en núna á næstu misserum mun ég sanka að mér plötum BS, enda hægt að finna þar víðast hvar á góðu verð (útaf the Osbournes?) veit ekki alveg með það.

Meðlimir;
Ozzy Osbourne – söngur
Tony Iommi – gítar
Terry “geezer” Butler – bassi
Bill Ward – trommur

Toppurinn á ísjakanum;
Paranoid,
Planet Caravan,
Iron Man

Skyldueign; ****