Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Seinheppni (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 9 mánuðum
svolítið öðruvísi saga í spes stíl, ákvað að láta á þetta reyna :) Stelpur hafa eflaust meira gaman af ein strákar Óóókei. Ekki panikka. Það hafa margir lent í flugtruflunum. Það væri bara svo andskoti auðveldara að fljúga ef ég væri ekki svona flughrædd…og maðurinn við hliðina á mér væri ekki með vindgang, hvað var hann eiginlega að borða? Hann virðist að minnsta kosti sallarólegur svo ég stend sjálfa mig að því að öfunda hann meðan vélin hristist harkalega. Er ég sú eina sem er að ofanda...

Hamingja (2 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 1 mánuði
Bara smá saga svona, njótið vel Hún stakk höfðinu útum bílgluggann og hló að bjargarleysinu í pabba sínum. Hann stóð bara þarna og glápti á sprungið dekkið, hann var aldrei þessi bílagaur og kunni ekki, honum til mikils ama, að skipta um dekk. Skellihlæjandi fór hún úr bílnum og skipti um dekk fyrir hann, hún bjóst hálfpartinn við að hann yrði sár því karlmennska hans var að veði en hann var hinn allra kátasti og hló bara með henni áður en alvarleikinn tók við og hann spurði hana í fyrsta...

Lotugræðgi (14 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 1 mánuði
Sá sem var fyrstur til að greina og nefna þennan sjúkdóm var breski geðlæknirinn Gerald Russel árið 1979. Þessi sjúkdómur hefur auðvitað alltaf verið til, en hann er það nýtilkominn sem viðurkenndur sjúkdómur að það er enn verið að þróa meðferðir. Lotugræðgi, einnig kölluð Búlimía (Bulimia nervosa), er eins og nafnið gefur ef til vill til kynna átröskunarsjúkdómur sem einkennist af ofáti í lotum, yfirleitt á mjög feitum mat sem annars væri sleppt, sem er síðan þvingaður upp aftur, með...

Sönn ást? (17 álit)

í Rómantík fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Jæja, þar sem að ég er búin að leggja skólabækurnar til hliðar í bili í kvöld ákvað ég að senda inn eina grein :) njótið vel —— Hvað er sönn ást? Sumir segja að sönn ást sé að játa ást sína fyrir guði sínum með giftingu, aðrir segja sanna ást að vera saman að eilífu. En þarf hin sanna ást endilega að vera til staðar í ástarsambandi? Hvað um ást móður til barns síns? Ást föður þegar hann fær barnið sitt í fangið í fyrsta sinn? Getur sönn ást verið ástin sem við berum til besta vinarins, ástin...

Himnaríki (16 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Það eru stórir partar af lífi mínu sem ég man ekki eftir. Þótt ég sé aðeins 19 ára finnst mér ég vera svo fullorðin. Ég er elst systkina minna, bróðir minn er 15 og systir mín er 5 ára. Við erum öll góðir vinir. Það má segja að heimili okkar sé fullt af hamingju, mamma og pabbi eru hamingjusöm, við erum hamingjusöm. Nei nú er ég að rugla, ég er að tala í nútíð. Við VORUM hamingjusöm. Fyrir stuttu. Þegar ég var 14 ára voru strákar farnir að horfa á mig öðruvísi en ég var vön og ég eignaðist...

Nafnlaust (2 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Þið áttið ykkur á því á hvaða tíma þetta á að gerast vona ég, bara smá saga sem mér datt í hug Guðrún lagðist dauðuppgefin undir voðina og reyndi að festa svefn. Hún heyrði pabba sinn rumska við hliðina á sér en, henni til mikillar gleði, vaknaði hann ekki. Hún átti erfitt með að festa svefn þessa nóttina, það var sá tími mánaðarins og hún var með sáran sting í síðunni. Smám saman náði þó svefninn yfirhöndinni og hún lognaðist útaf. Þegar hún vaknaði var pabbi hennar þegar farinn framúr. Þau...

Englar - Keppni (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Amma sagði mér alltaf að afi væri engill á himnum og fylgdist með mér. Ég veit ekki hvort mér fannst það ánægjuleg eða óhugnaleg tilhugsun. Ég eyddi heilu nóttunum í það að biðja og vona að afi kæmi aftur, englar geta jú flogið. Einn daginn spurði ég ömmu af hverju hann flygi ekki bara til okkar því við söknuðum hans svo mikið. Eina svarið sem hún gat gefið mér var „Hann vængbraut sig“. Eftir því sem ég varð eldri hætti ég að hugsa um afa sem engil. Hann var andi sem umvafði sig ömmu og...

Hlutirnir gerast svo hratt (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þetta er bara smá stykki sett saman í einhverju “þettaerdimmveröld” kasti:) Ég hef alltaf hatað að bíða eftir hlutum, en svo, algjörlega ósamkvæm sjálfri mér, hata ég þegar hlutirnir gerast of hratt. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem að mamma sótti mig á leikskólann og sagði mér, á ofureinföldu máli, að hún og pabbi myndu ekki vera saman lengur. Mér þótti það svosem enginn hryllingur, mér líkaði aldrei vel við pabba. Hann var alltaf kaldur og fjarlægur og ég elskaði hann einungis...

Ég elska þig (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Jæja, bara smá saga sem ég skrifaði, öðruvísi en venjulega en mér fannst hún ágæt og ákvað að láta á hana reyna hérna. Njótið vel. Ég held að það hafi verið hundurinn sem gerði útslagið. Þetta litla skrímsli sem kom inná heimili mitt án þess að ég fengi nokkru um það ráðið. Þá varð þetta endanlegt. Við yrðum saman að eilífu. Hún kom með þetta hvolpakvikindi og sagði að mamma hans hafi dáið og hann væri við dauðans dyr og við hreinlega urðum að bjarga dýrinu. Og við björguðum. En það var ekki...

Ég heiti Lilja (15 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég heiti Lilja. Ég er 15 ára gömul. Mamma og pabbi eru að rífast, þau rífast oft þegar að pabbi kemur seint heim. Hann er þá oftast fullur, og líklega með einhverjum yngri gellum útí bæ. Mömmu finnst það ekki sniðugt, auðvitað ekki. En það er betra að ég segji ykkur aðeins betur frá sjálfri mér áður en ég fer að rekja mitt dramatíska líf. Nú, eins og ég sagði heiti ég Lilja og er 15 ára. Ég er einkabarn foreldra minna og fæ nánast allt sem að ég vil. En ég fæ ekki það sem ég þarf. Ég þarf...

Ég sjálf (8 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ég er ekki alveg viss með þessa sögu, hún er ekki ein af þeim bestu sem að é hef skrifað. Segið endilega það sem að ykkur finnst :) Ég opna skápinn og vel nokkra kjóla og legg þá varlega á rúmið. Ég á alltof mikið of kjólum, kaupi mér yfirleitt nýjan í stað þess að nota sama tvisvar. Sama gildir um skó, þessvegna hef ég nokkuð mikið úrval af skóm með hverjum kjól. Mamma segir að ég geri þetta við allt sem að ég kem nálægt, líka karlmenn. Finn mér nýjan í stað þess að vera með sama tvisvar....

Afmæliskort frá pabba (15 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þegar að ég opna enn eina kommóðuskúffuna finn ég enn á ný einmannaleikann hellast yfir mig. Það er erfiðara en ég hélt að fara í gegnum gamalt dót og henda. Ég tími ekki að henda neinu, það er tómur ruslapoki á gólfinu jafnvel þótt að ég sé búin að fara í gegnum eiginlega allar skúffurnar með öllum gömlu bréfunum, myndunum og smádótinu sem hafa tilfinningalegt gildi. Ég verð að herða mig, ég verð að henda einhverju. Ég get ekki flutt með þetta allt og þar að auki hjálpar það mér að halda...

Sönn ást (4 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þetta er bara smá saga sem að ég skrifaði í móðursýkiskasti eftir að hafa horft á The Notebook:) haha, jæja njótið Ég titra af sorg. Ég finn tárin brjótast fram um leið og textinn “Oh where, oh where can my baby be?” úr laginu Last Kiss með Pearl Jam byrjar. Ég höndla þetta ekki lengur. Ég sýnist voða hamingjusöm fyrir hans hönd, en innst inni er ég að veslast upp. Mér líður eins og innyflin mín hafi verið fyllt af blásýru og séu smám saman að eyðast. Mér líður eins og ég sé að deyja. Ég...

Stelpan í speglinum (15 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sko, ég er ekki í sjálfsmorðshugleiðingum og þetta er ekki byggt á mínu lífi. En ég skrifaði etta eftir dauðsfall besta vinar míns fyrir 2 árum og ákvað að lokum að senda þetta inn. Njótið Ég stari í spegilinn. Mamma segist ekki þekkja þessa stelpu í speglinum lengur, hún hefur víst breyst svo mikið. Mér finnst hún alveg eins og hún var fyrir hálfu ári. Reyndar er meiri sorg í augunum. Augunum sem að einu sinni voru svo lífleg og full af fjöri, en nú eru þau líflaus og sorgmædd. Ég finn...

Ást (4 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þarna stóð hann með dökkt hárið kæruleysislega greitt á tígulegan hátt þannig að toppurinn féll með glæsibrag ofan í augun. Svarta hettupeysan mátulega síð og galla- buxurnar rifnar og tættar neðst á skálmunum. Brún augun blikuðu af tilhlökkun. Hann leit aftur á spegilmynd sína, oh andskotinn. Hann hafði gleymt að fara í sokka. Ögn pirraður á sjálfum sér rölti hann að sokkaskúffunni sinni og tók upp svarta sokka. Hann klæddi sig í þá og leit svo enn og aftur á spegilmynd sína. Núna var allt...

Tunglið (8 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég stend ennþá á fyrir utan veitingahúsið. Það byrjar að hellirigna, kannski er það bara best, þá sér enginn að ég græt. Hvernig gat hann gert mér þetta? Hann fór frá mér fyrir svona 40 mínútum og þegar hann fór…stöðvaði líf mitt. Ég lít upp. Ég sé ekkert tungl. Ég man eftir öllum þeim kvöldum sem við bara sátum að horfa á tunglið…en nú er ekkert tungl. Þegar hann fór, fór tunglið. Ég byrja að hugsa um allt sem að var mér. Hann var minn besti vinur, sálufélagi og fyrsti kossinn. Ég átti...

Geðveiki? (19 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum
Nú er ég komin í 10.bekk og er á fullu að vinna í bókinni Englum alheimsins í íslenskutímum. Þar er að sjálfsögðu mikið fjallað um geðveiki og það fékk mig til að hugsa, er geðveiki alls staðar? Við höfum mikla fordóma gagnvart geðveiku fólki, segju til dæmis oft í daglegu tali ef einvher segir eða gerir eitthvað óvenjulegt, þá missum við kannski útúr okkur:“Ertu geðveikur eða?!?!” þar að auki er eins og við hræðumst geðveikt fólk, því það er öðruvísi en við. Það á að heyra raddir, taka við...

Lífið (13 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hún skall harkalega í bílrúðuna. Hún sá ekkert fyrir blóði, sem að vætlaði um andlit hennar. Hún fann ekki fyrir neinu, nema ótta. Hvað yrði um börnin hennar ef að hún dæji? Hún sá líf sitt þjóta hjá í einni bunu. Hún reyndi að hreyfa sig, en gat hvorki hreyft legg né lið. Hún grét nú hljóðum gráti. Hún heyrði sjúkra-og lögreglubíla nálgast, en sá ekkert. Hún leiddi hugann að litla barninu sem að hún var um það bil að fæða. Mundi það lifa af? Hún fann að henni var lyft varlega upp af...

Leyndarmál, síðasti hluti (4 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Fjóla tók andköf og lét fallast niður í stól. ,, Hvað meinaru….ertu…ertu…?” , en hún kom ekki orðunum útúr sér. Krissa sá hversu brugðið henni var, og sagði að það væri hún sem að ætti að vera að örvænta, ekki Fjóla. Fjóla leit varlega upp og stóð snöggt á fætur, þreif símann af borðinu og hringdi í mömmu sína: ,, Mamma…Krissa er hérna og hún var að segja mér soldið merkilegt…” og svo með Krissu hangandi aftan í sér, hristandi hausinn eins og brjálæðingur, sagði Fjóla alla söguna í einni...

Leyndarmál, annar hluti (50 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fjóla hallaði sér fram á borðið…hvað gat það verið? Af hverju voru bestu vinir hennar að leyna henni einhverju? Hún vissi ekki við hverju átti að búast, en hún var öllu viðbúin. Hún reyndi einu sinni enn að spurja Krissu, en hún hristi bara hausinn og sendi henni reiðilegt augnaráð. Atli var líka þögull sem gröfin, og ekki bara í sambandi við þetta, heldur það sem eftir var af skóladeginum. Fjóla hélt rugluð af stað heim á leið. Enginn hafði viljað segja henni hvað var í gangi, en hún VARÐ...

Leyndarmál(kannski meira svona stelpu en stráka saga=D) (20 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fjóla leit snöggt í kringum sig áður en hún hljóp yfir götuna. Hún var að verða alltof sein í skólann. Ojæja, það var nú henni sjálfri að kenna en henni leiddist alltaf að koma of seint, sérstaklega í dönsku. Þegar hún kom inn var dauðaþögn í bekknum og það leit enginn upp frá bókunum þegar að hún kom inn. Páll hafði fullkomna stjórn á bekknum, og leit að þessu sinni mjög reiðilega út. ,,Fjóla Hauksdóttir! Þú ert sein þriðja sinn í vikunni!” Hann var öskuvondur, hún gat séð æðarnar tútna út...

Halló heimur (13 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Lítið sjávarþorp, Norðurströnd Frakklands árið 1944 Hún hljóp einsog fætur toguðu, til að reyna að komast yfir götuna lifandi. Hún vissi að á svæðinu væru nasistar, en einnig Bandamenn þannig að ólíklegt var að hún yrði drepin, en hún var öllu búin. Fólk leit á hana vorkunnaraugum þegar hún skaust framhjá, gula stjarnan sem blasti við talaði sínu máli. Allt í einu heyrði hún byssuskot og einhvern öskra. Nasistar höfðu gert árás. Hún stífnaði upp og reyndi í flýti að fela stjörnuna. En...

Bodyshop (30 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það hafa verið nokkrar beiðnir um það að senda inn grein um hvernig Bodyshop virkar og ég ákvað að taka mig til og skrifa eitt stykki grein =) sko…þetta er forrit sem að þú getur notað til að breyta förum,hári og makeuppi og gleraugum og allt svoleiðis. Til að geta breytt í alminninleg föt þarf að vera nokkuð fær í teikni og grafík forritum eins og Adobe Photoshop og/eða Paint. Sjálf nota ég Photoshop og paint yfirleitt bæði. Tökum sem dæmi að þú ætlir að breyta lit á bol. Þá opnaru forritið...

Draugahús (20 álit)

í The Sims fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var með karl og konu eða Peter og Aliciu. Þau réðu maid og hún dó við störf sín…þar af leiðandi kominn grafreitur. Svo voru gestir og það kviknaði í og það dóu 2….þá eru komnir 3 grafreitir. Svo var Peter í vinnunni(lögga) og Alicia að ættleiða þetta alveg yndislega barn!! Stelpu að nafni Liz. En svo reyndist hún ver geimvera og pabbinn var ekkert allt of hrifinn af henni. Svo drukknaði hann í sundlauginni…..4 grafreitir. Þá var að sjálfsögði Alicia ein með Liz og var alltaf að fá...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok