Ég heiti Lilja.
Ég er 15 ára gömul.
Mamma og pabbi eru að rífast, þau rífast oft þegar að pabbi kemur seint heim. Hann er þá oftast fullur, og líklega með einhverjum yngri gellum útí bæ. Mömmu finnst það ekki sniðugt, auðvitað ekki.
En það er betra að ég segji ykkur aðeins betur frá sjálfri mér áður en ég fer að rekja mitt dramatíska líf.
Nú, eins og ég sagði heiti ég Lilja og er 15 ára. Ég er einkabarn foreldra minna og fæ nánast allt sem að ég vil.
En ég fæ ekki það sem ég þarf. Ég þarf frelsi til að gera það sem ég vill. Ég þarf einhvern sem þykir vænt um mig eins og ég er, en er ekki alltaf að reyna að breyta mér…ég þarf…ást.

Ég heyri brothljóð. Mamma kemur kjökrandi fram á gang. Ég sé hana ekki en ég heyri í henni. Ég er blind. Ég varð blind í bílslysi fyrir 10 árum. Ég man lítið eftir því að sjá, en það síðasta sem ég man að hafa séð er hundurinn okkar sundurtættur á bílrúðunni.
Þegar ég loka augunum get ég stundum séð það fyrir mér í huganum, en ég reyni að forðast það. Ég er samt ekkert fötluð eða neitt þannig, ég get gert allt sem aðrir geta. Ég bara sé það ekki. Það er samt alltí lagi, ég þarf ekkert að sjá.

Annað brothljóð. Hvað er pabbi að gera eiginlega?

Ég heyri mömmu hlaupa út og heyri hurðina skellast. Nú er ég að verða hrædd. Ég verð alltaf hrædd án mömmu. Hún er hald mitt og traust. Pabbi er samt fínn. En hann er fullur. Ég vil hafa mömmu hjá mér þegar hann er fullur.
Ég finn að hann er að horfa á mig. Ég heyri andadrátt hans og finn áfengislyktina. Svo rífur hann í mig og kastar mér í sófann….

Ég er hrædd.
Mér er kalt.
Ég finn hann liggja ofan á mér. Ég get hvorki hreyft legg nér lið þvi hann heldur mér fastri. Ég leyfi honum að ljúka sér af meðan ég græt hljóðlega. Ég veit það þýðir ekkert að berjast á móti. Ég veit það af biturri reynslu. En ég byrja að öskra. Ég þoli þetta ekki. Ég er að gefast upp.

Ég finn hnefa hans skella á bringunni á mér. Ég missi andann í smá stund og renn niður á gólf. Svo kemur hann aftur, þetta sinn beint í andlitið.
Hann tekur mig upp og hristir mig til, hendir mér síðan útí vegginn. Ég finn blóðið renna og þakka guði fyrir að sjá ekki sárin.
Svo er hann farinn. Hann er ekki í herberginu lengur.

Ég staulast á fætur, ætla að fara út. En þá finn ég hnefa hans einn eina ferðina skella á mér. Svo ræðst hann á mig. Ég öskra af öllum lífs og sálarkröftum, en þeir fara þverrandi.
Hann sparkar, slær, kýlir.
Ég græt og bið hann að hætta. Hann hættir ekki.

Ég er hrædd en mér er ekki lengur kalt.
Ég finn ekki lengur fyrir honum.
Ég heyri ekki andadrátt hans.

Ég hét Lilja.
Ég var 15 ára gömul.
Ég er dáin.
————–

Engin skítköst þegin;) en ég tek gagngrýni! Segið endilega ykkar álit!