Fjóla hallaði sér fram á borðið…hvað gat það verið? Af hverju voru bestu vinir hennar að leyna henni einhverju? Hún vissi ekki við hverju átti að búast, en hún var öllu viðbúin. Hún reyndi einu sinni enn að spurja Krissu, en hún hristi bara hausinn og sendi henni reiðilegt augnaráð.
Atli var líka þögull sem gröfin, og ekki bara í sambandi við þetta, heldur það sem eftir var af skóladeginum.

Fjóla hélt rugluð af stað heim á leið. Enginn hafði viljað segja henni hvað var í gangi, en hún VARÐ að fá að vita það. Hún opnaði hurðina heima hjá sér, og gekk beint í flasið á Ella, eldri bróður sínum. Hann var á hraðferð og hafði því ekki tíma til að skamma hana…en það var líka nægur tími fyrir það seinna. En honum brá hinsvegar að sjá systut sína svona…ja…leiða. Hún var yfirleitt sú sem að hélt gleðinni inná heimilinu, þessi sem að var alltaf brosandi. En núna var eitthvað að.

Elli stansaði í dyrunum og spurði hvað væri að. Fjóla útskýrði í stuttu máli, án þess að nefna nöfn, hvað væri í gangi.Elli leit á hana, og hristi hausinn hneykslaður og muldraðu eitthvað sen að hljómaði eins og: ,,Stelpur…”, um leið og hann gekk út.

Fjólu leið ögn betur eftir að hafa getað létt þessu af sér og fékk sér ristað brauð.
Rétt eftir að hún var sest niður, hringdi síminn. Það var Krissa. Henni var mikið niðri fyrir og bað Fjólu afsökunar á því að hafa verið svona leiðinleg og hún vildi fá að koma og útskýra málin. Fjóla var ekki alveg að gefa sig strax, enda fúl útí bestu vinkonu sína að hafa neitað að tala við sig. En að lokum samþykkti hún, og var í raun og veru mjög ánægð að hún væri að koma.

Þegar að Krissa kom, var hún komin í betra skap og komin í sitt vanalega form. Hún var máluð og með vandlega greitt og sléttað hár. Fjóla var líka í góðu skapi.
Hún bauð Krissu inn, og bauð henni eitthvað að drekka. En Krissa vildi ekkert, svo að hún byrjaði strax að tala:,,Sko, mér finnst geðveikt leiðinlegt að hafa verið svona við þig í dag, en sko eg vildi ekkert vera að tala um þetta fyrir framan Atla þúst, af því að hann veit alveg hvað er í gangi og vill ekki tala við mig af því að ég eigilega sagði honum að mér þætti hann ömurlegt fíbl sem að væri alltaf að skipta sér að því sem að honum kemur ekki neitt við, og gæti ekki gert neitt rétt og…” Þarna dró hún andann djúpt, og Fjóla starði á hana. Ha? Af hverju í ósköpunum var Krissa að láta svona við Atla?

Svo hélt hún áfram:,, Sem sagt, við vorum að rífast vegna þess að hann sagði að Arnar væri alltof ágengur og væri ekki sá rétti fyrir mig og…eitthvað bara að tala illa um Arnar, og svo sagði hann að ég ætti að hætta með honum af því að hann barði mig einu sinni og svo…”, Fjóla tók andköf:,,STOPP! Barði hann þig?”, Krissa var niðurlút…og svo sagði hún lágum rómi að hann hafði gert það í fyrrakvöld, þegar að hún vildi ekki taka e-töflu. Fjóla varð orðlaus. Svo hélt Krissa varlega áfram og sagði að ástæðan fyrir því að hún hafði verið svona í morgun var…að Atli hafði rétt fyrir sér. Arnar var of ágengur. Svo fékk hún tár í augun, og sagði henni rólega frá kvöldinu áður. Hún sagði að það hefði mikið blætt, og það hefði verið vont…,,Hann var ekki einu sinni með vörn. Fjóla, ég held að ég sé ólétt!”
———————
Viljiði meira? =D