Þetta er bara smá saga sem að ég skrifaði í móðursýkiskasti eftir að hafa horft á The Notebook:) haha, jæja njótið

Ég titra af sorg. Ég finn tárin brjótast fram um leið og textinn “Oh where, oh where can my baby be?” úr laginu Last Kiss með Pearl Jam byrjar. Ég höndla þetta ekki lengur. Ég sýnist voða hamingjusöm fyrir hans hönd, en innst inni er ég að veslast upp. Mér líður eins og innyflin mín hafi verið fyllt af blásýru og séu smám saman að eyðast. Mér líður eins og ég sé að deyja.

Ég vildi ekkert frekar en að vera sú sem að hann hélt í hendina á, sú sem að hann kyssti, sú sem að hann elskaði. En hann er búin að útiloka mig. Ég er vinur. Þar er rauða ljósið, og sama hvað ég bíð, kemur ekki grænt.
Ég kemst ekki yfir þessi mörk og í hvert sinn sem að ég sé hann með henni er eins og einhver komi á fullri ferð aftan á bílinn minn þar sem að ég er stopp á rauðu ljósi, en samt haggast hann ekki. Hann klessist bara meira og meira og ég særist meira og meira í hvert sinn.
Öðru hvoru kemur gult ljós, en þá fer ég of hægt af stað og rauða ljósið kemur aftur. En ekkert grænt.

Hann á sér nútíð og framtíð með henni. Fortíð með mér. Við erum búin að vera vinir síðan ég man ekki hvenar…deildum öllu. Ég var sú fyrsta til að vita þegar hann missti sveindóminn, sú fyrsta til að vita hverjum hann var ástfanginn af. Ég var ávallt trú og einlæg.

Núna er hann í fanginu á einhverri annari. Það er einhver önnur sem að fær að vita allt fyrst, ég er í öðru sæti.

En ég skynja að hann elskar hana ekki af heilum hug. Ég þekki hann nógu vel til að sjá að hann er með efasemdir. En hann elskar hana samt og mun líklega alltaf gera.
Ég elska hann líka og mun alltaf gera…mig langar að ráðast á hana og rífa úr henni hjartað og skera það niður í litla bita með bitlausum hníf. Þá kannski finnur hún sama sárskauka og ég. En ég verð að vera brosandi, vera hamingjusöm fyrir þeirra hönd.

En sama hvað mun ég alltaf elska hann. Þótt að ég verði níræð gömul kelling á spítala, gift og á börn, barnabörn og barnabarnabörn mun ég alltaf hugsa til hans. Hann er fyrsta og síðasta sanna ástin mín.
Því að sönn ást varir að eilífu.