Hún skall harkalega í bílrúðuna. Hún sá ekkert fyrir blóði, sem að vætlaði um andlit hennar. Hún fann ekki fyrir neinu, nema ótta. Hvað yrði um börnin hennar ef að hún dæji? Hún sá líf sitt þjóta hjá í einni bunu.
Hún reyndi að hreyfa sig, en gat hvorki hreyft legg né lið. Hún grét nú hljóðum gráti. Hún heyrði sjúkra-og lögreglubíla nálgast, en sá ekkert. Hún leiddi hugann að litla barninu sem að hún var um það bil að fæða. Mundi það lifa af?
Hún fann að henni var lyft varlega upp af bílsætinu…hún fann eitthvað heitt vætla um sig.
Hvers vegan var Guð að þessu? Til að refsa henni? Hún vissi vel að hún hafði sínar syndir, en hver hafði sinn djöful að draga. Hvers vegna? Svo leið hún útaf…

Hún rankaði aftur við sér á spítala. Hjúkrunarkonan sem að stóð við hliðina á henni, brosti blíðlega til hennar og náði svo í lækni. Þetta var víst einhver hámenntaður læknir sem að hafði starfað við einhvern rosa fínan spítala í Ameríku. Henni var nú alveg djöfulsins sama. Hún vildi bara vita hvað væri í gangi! Var hún í lífshættu? Hvar var barnið hennar? Litla ófædda barnið?

Hún var ekki að deyja en það voru 3 brotin rif, smávægileg blæðing inná heila og miklar líkur á minnisleysi, en nei, hún var ekki að deyja. Læknirinn kallaði hana lifandi kraftaverk, enginn ætti að lifa þetta af. Keyrði beint aftan á trukk á fullri ferð og trukkurinn fór yfir litla bílinn hennar. En hún var lifandi, en þó ekki. Minnisleysi. Hún mundi gleyma hver börnin sín væru, hver maðurinn hennar væri og allir ættingjar hennar. Hún væri lifandi líkamlega… en ekki andlega.

Barnið var farið úr henni…hún var skorin upp og farið með barnið á gjörgæslu og þó allt væri óljóst um líðan þess, benti allt til bata.

Læknirinn sagði hana vera mjög sterka, en vera viðbúin því versta, að allt gæti gerst. Og hvað með það? Henni var skítsama um allt og alla, til hvers að hanga hér ef að hún mundi gleyma öllu hvort eð er? En það nú líf. Og börnin hennar, hvers vegna var Guð að láta þau ganga í gegnum þetta líka? Hvers vegna þurfti hún að eiga börn…nei, það var ljótt að hugsa svona, hún elskaði börnin sín og mundi alltaf gera.
Hún leit upp, þau voru komin! Börnin hennar, elsku börnin hennarí fylgd með eiginmanni hennar. Hún settist upp og brosti útað eyrum. Þau voru komin til að gleðja hana…vera hjá henni og veita henni félagsskap. Þau voru það besta í heimi.

Hún hrökk upp af værum svefni við það að hámenntaði læknirinn var að tala við hjúkrunarkonuna í lágum hljóðum, þau virtust mjög sorgmædd yfir einhverju. Þegar að læknirinn sá að hún var vakandi, gekk hann hægt til hennar og vildi fá að ræða aðeins við hana. Hún sá sorgina í augum hans, og komst ekki hjá því að taka eftir því að hann hélt á kross í hægri hendi. Hún leit á hann spurnaraugum, bauð honum kurteisislega að setjast, sem hann gerði. Svo tók hann um hendina á henni og sagði það.

Henni var brugðið. Það gat ekki verið, það var ómögulegt…hún hefði vitað…hún hlyti að hafa vitað ef að… Augu hennar fylltust tárum og hún snéri sér á hina hliðina.
Þetta var það hræðilegasta sem að hafði komið fyrir hana. Læknirinn spurði hvort að hann gæti gert eitthvað fyrir hana, en hún neitaði, bað hann vinsamlegast að leyfa sér að vera einni. En hann virtist ekki þora að láta hana eina, hún gæti gert sjálfri sér eitthvað. Hann fór ekki. Hann hóf að segja henni frá einhverjum hóp…stuðningshóp.
Hún var ekki að hlusta…henni var drullusama. Henni var andskotans sama um allt núna. Af hverju…?

Hvað var Guð að reyna? Drepa hana? Hann var á mjög góðri leið með það, hún gat ekki neitað því. En þetta…hvernig gat þetta gerst? Hún snökti hátt…svo lygndi hún aftur augunum og sofnaði. Hana dreymdi slysið…og lífið sem dó.

Hún hafði búið til líf. En tekið það aftur. Lífið innan í henni var slokknað. Litla lífið sem að hún ætlaði að fæða og ala upp…það var horfið og mundi aldrei koma aftur.