Ást Þarna stóð hann með dökkt hárið kæruleysislega greitt á tígulegan hátt þannig að toppurinn féll með glæsibrag ofan í augun. Svarta hettupeysan mátulega síð og galla- buxurnar rifnar og tættar neðst á skálmunum. Brún augun blikuðu af tilhlökkun.

Hann leit aftur á spegilmynd sína, oh andskotinn. Hann hafði gleymt að fara í sokka. Ögn pirraður á sjálfum sér rölti hann að sokkaskúffunni sinni og tók upp svarta sokka.
Hann klæddi sig í þá og leit svo enn og aftur á spegilmynd sína. Núna var allt fullkomið.
Hann teygði sig í skóna sína, svarta Converse, og fór í þá. Hann leit enn einu sinni á spegilmyndina, bara til að vera viss um að ekkert vantaði. Allt var fullkomið. Eða hvað….hvað var nú þetta? BÓLA?? Nei, ekki núna! Hann reyndi að láta toppinn hylja þennan litla djöful sem að hafði ákveðið að mæta í heimsókn á mikilvægasta degi lífs hans. Það gekk ekki. Þessi bóla var að eyðileggja fyrir honum, en hann hafði ekki tíma til að reyna að laga neitt, hann var að verða of seinn. Svo gekk hann út, bölvandi bólunni í hljóði.

Það var logn úti, og stjörnubjart kvöld. Hann leit á úrið sitt…ó shit, hún var alveg að verða. Hann herti gönguna. Svo alltíeinu fann hann eitthvað blautt á nefinu á sér. Hann leit upp og sá að það var byrjað að rigna. Hundfúll útí veðurguðina og bóluna á enninu á sér, strunsaði hann áfram.

Hann settist á bekkinn í strætóskýlinu og leit enn og aftur á úrið. Jú, hann var á góðum tíma. Þarna sá hann líka strætóinn koma.

Hann borgaði og settist. Hann sá nokkrar stelpur líta á sig vongóðum augum, en hann virti þær ekki viðlits. Hann lét hugann reika um síðastliðna daga, þeir voru æðislegir.
Meðan hann horfði á regnið úti hugsaði hann um hvað þetta væri allt saman of gott til að vera satt. Það hlaut eitthvað að fara úrskeiðis. NEI! Það mátti ekki hugsa svona. “Cross the bridges when you get there.” Hann lifði eftir þessum orðum.

Strætóinn var farinn að hægja á sér, þau voru að koma á leiðarenda.
Hann gekk út og leit í kringum sig. Svo leit hann aftur á úrið. Jú, hann var á réttum tíma. Hann leit aftur áhyggjufullur og vongóður í senn í kringum sig.
Svo heyrði hann einhvern kalla nafn hans fyrir aftan hann. Hann snarsneri sér við og sá hana standa þarna í rigningunni. Hún var skælbrosandi, með ljóst hárið í teygju. Freknótt andlitið ljómaði af gleði og grænu augun blikuðu. Hún var hér til að vera með honum. Hún leit á hann, hann var alveg jafn sætur og hana minnti. Hann virtist líka frekar stressaður. Hún reyndi í fáti að slétta úr fötunum, laga pilsið og jakkann. Svo strauk hún toppinn frá andlitinu og veifaði.
Hann gekk til hennar og brosti. Svo gengu þau saman inní bíóið.

Kannski var þetta alls ekki of gott til að vera satt. Kannski var þetta hreinlega sönn ást.
————————-
Skrifaði þetta í smá ástar-kasti:) haha, vonandi líkar ykkur vel. Og endilega segja hvað má fara betur, en engin skítköst samt. Takk :)