Nú er ég komin í 10.bekk og er á fullu að vinna í bókinni Englum alheimsins í íslenskutímum. Þar er að sjálfsögðu mikið fjallað um geðveiki og það fékk mig til að hugsa, er geðveiki alls staðar?
Við höfum mikla fordóma gagnvart geðveiku fólki, segju til dæmis oft í daglegu tali ef einvher segir eða gerir eitthvað óvenjulegt, þá missum við kannski útúr okkur:“Ertu geðveikur eða?!?!” þar að auki er eins og við hræðumst geðveikt fólk, því það er öðruvísi en við. Það á að heyra raddir, taka við skipunum frá eldhúsvaskinum og enda með sjálfsmorði. En ef að maður pælir aðeins í því, þá eru geðveikir alls ekki svoleiðis. Ja, ekki allir að minnsta kosti.
Ef til vill heyrir það raddir, en kannski eru þessar raddir af því góða. Kannski eru þetta verndarenglar að reyna að beina fólkinu aftur á rétta braut. En þetta eru skynvillur. En eru allar skynvillur ávísun á geðveiki? Maður heyrir oft eitthvað sem að er alls ekki að gerast, til dæmis síminn eða dyrabjallan, og hver man ekki eftir að hafa séð óhugnalega skugga fyrir aftan mann? Þetta eru skynvillur en samt eru ekki allir Íslendingar inná Kleppi.
Þetta fékk mig til að hugsa…er Kleppur ef til vill allstaðar? Erum við ekki öll dálítið geðveik? Það eru bara sumir sem eru geðveikari en aðrir.