Fjóla tók andköf og lét fallast niður í stól. ,, Hvað meinaru….ertu…ertu…?” , en hún kom ekki orðunum útúr sér. Krissa sá hversu brugðið henni var, og sagði að það væri hún sem að ætti að vera að örvænta, ekki Fjóla.
Fjóla leit varlega upp og stóð snöggt á fætur, þreif símann af borðinu og hringdi í mömmu sína: ,, Mamma…Krissa er hérna og hún var að segja mér soldið merkilegt…” og svo með Krissu hangandi aftan í sér, hristandi hausinn eins og brjálæðingur, sagði Fjóla alla söguna í einni bunu án þess að stoppa. Hún kom þjótandi úr vinnunni eftir örskamma stund: ,,Ó elsku Kristrún! Þetta er hræðilegt!” , Hún faðmaði Krissu að sér og sagðist ætla að hringja aðeins í hann Arnar. Fjóla varð alvarleg á svipinn og sagði að honum væri drullusama um Krissu, hún var bara enn eitt leikfangið, og það breytti engu hvort að mamma hringdi í hann eða ekki. Mamma lagði símann frá sér á borðið og faðmaði Krissu aftur að sér.
Fjóla var byrjuð að snökta…en hún vissi ekki alveg afhverju samt…var það kannski sú staðreynd að hún átti bestu vini í heimi? Eða að hún átti svona æðislega mömmu?,…hún var ekki viss, kannski var hún hrædd, hrædd við að þetta mundi gerast við hana?

Hurðinni var hrundið upp og Elli kom inn, slengdi töskunni sinni á borðið og tók upp epli og beit í það. Þá tók hann eftir því hvað mamma hans og Krissa sátu við eldhúsborðið, Krissa útgrátin, og Fjóla…já Fjóla, hvar var hún? Jú…hún var þarna, bak við hurðina sem að Elli hafði slengt framan í hana. Hann leit spurnaraugum yfir eldhúsið:,,Hvað í…!?!?” en hann náði ekki að klára því að Fjóla ýtti honum út:,,Þetta kemur þér ekki við…farðu út!”, en Krissa dró djúpt anndann, leit beint í augun á Ella og sagði einfaldlega: ,, Arnar tók mig með valdi.”, og svo brast hún aftur í grát.
Elli kom ekki upp einu orði…hann og Arnar voru ágætis kunningjar, voru í sama bekk.

Fjóla leit grunsemdaraugum á bróðir sinn. Hvaða glampi var þetta í augunum á honum? Hún ýtti Ella út og fór sjálf á eftir honum:,, Vissiru af þessu?”, Elli hristi höfðuðið skelfingu lostinn:,, Nei! Ég sver…en…ég er eigilega fegin að þau séu hætt saman….”, svo roðnaði hann og leit undan.
Fjóla horfði á hann í smástund og brosti síðan lítillega:,, Þú ert semsagt hrifin af henni?”
Elli kinkaði kolli, og eldroðnaði aftur. Þá skellti Fjóla uppúr. Elli leit á hana sármóðgaður og mamma kom hlaupandi útúr eldhúsinu til að athuga hvað væri í gangi. Fjóla gat stamað upp að Elli hafi verið að segja brandara, en Elli var gráti nær en hlátri.
Krissa var núna líka komin. Hún starði smástund á þennan furðulega hóp, Elli með tárin í augunum af reiði og skömm, Fjóla að springa úr hlátri og mamma þeirra með áhyggjusvip. Og nú var Krissa komin með undrandi svip. Fjóla benti henni að koma með sér inní herbergi, þar sem að hún sagði henni í hálfum hljóðum hvernig staðan væri, og baðst síðan afsökunar á því að hlægja þegar að Krissa væri svona döpur.

Krissa brosti við þessar fréttir, faðmaði Fjólu og sagðist þurfa að spjalla aðeins við Ella.

Fjóla sat eftir, skælbrosandi. Það var svo sannarlega mjög stutt á milli hláturs og gráturs.
————–
og þá er sagan búin=P