ég er ekki alveg viss með þessa sögu, hún er ekki ein af þeim bestu sem að é hef skrifað. Segið endilega það sem að ykkur finnst :)
Ég opna skápinn og vel nokkra kjóla og legg þá varlega á rúmið. Ég á alltof mikið of kjólum, kaupi mér yfirleitt nýjan í stað þess að nota sama tvisvar. Sama gildir um skó, þessvegna hef ég nokkuð mikið úrval af skóm með hverjum kjól.
Mamma segir að ég geri þetta við allt sem að ég kem nálægt, líka karlmenn. Finn mér nýjan í stað þess að vera með sama tvisvar. Mér finnst það ekki rétt, ég er bara ekki búin að finna herra fullkominn ennþá.
Reyndar er tilefnið í kvöld nokkuð sérstakt, en samt keypti ég hvorki nýjan kjól, né skó, og ég er búin að vera með þessum manni í yfir tvö ár, sem að er nokkuð langt finnst mér.

Hann er að kalla, finnst ég of lengi að velja mér kjól. Ég renni augunum yfir úrvalið og vel einn uppáhalds kjólinn minn, sem að ég er þó ekki búin að fara í lengi.
Hann nær alveg niður á gólf, kolsvartur. Það er v-hálsmál á honum og hann er bundinn fyrir aftan háls. Létt, fjaðrandi efnið gerir það að verkum að ég lít út fyrir að svífa þegar að ég geng um í honum, og glitrandi pallíetturnar sem að er búið að sauma í undir brjóstin leggja sinn svip á kjólinn. Við kjólinn vel ég svarta skó með nokkuð háum hæl. Þeir eru ósköp plein.

Ég er núþegar búin að mála mig og greiða mér og stend núna fyrir framan stóra spegilinn og virði mig fyrir mér. Ég er ósköp plein. Ég vissi alveg að ef að ég giftist honum yrði líf mitt fyrirfram ákveðið og ég væri ósköp plein. Ég meina, hvað mundu gestirnir í þessu fína kokteilboði segja ef að eiginkona elsta sonar fjármálaráherra mætti í skærbleikum kjól og í gulum skóm með hárið laust og líflega máluð í framan?
Það er ég.
Svartur kjóll, svartir skór og uppsett hár er ekki ég.

Hann er að kalla aftur, ég flýti mér útí bíl.
Bílstjórinn opnar hurðina á limósíunni fyrir mér og ég sest inn. Eiginmaður minn sest við hliðina á mér og tekur utan um mig, segir að ég líti stórkostlega út. Ég segi ekkert.

Þegar að við komum sé ég að allir eru svo plein. Ég vil ekki lifa í svona plein heimi.
Ég vil gera eitthvað með líf mitt, lenda í ævintýrum. Ég vil ekki lifa það sem eftir er í fínum, plein kjólum og kokteilboðum og blaðamannafundum. Það er ekki ég, ég get ekki verið ég sjálf. En ég elska eiginmann minn og geri þetta fyrir hann, þó að ég finni ástina dofna með hverjum deginum.

Þegar að við komum loksins inn, finn ég að ég er komin með nóg.
Ég hvísla í eyra eiginmanns míns að ég hafi notið þessara ára með honum, en ég sé ekki ég sjálf. Hann snýr sér við til að tala við mig, en ég er nú þegar farin.

Það er byrjað að hellirigna úti og ég hleyp af stað niður eftir götunni. Ég sparka af mér skónum og tek spennurnar úr hárinu og hendi þeim frá mér.
Ég er orðin holdvot þegar að ég er loksins komin á áfangastað, skólaus.
Ég opna hurðina varlega og set fötin mín og mínar dýrmætustu eignir í stóra tösku. Svo hringi ég á leigubíl.

Í hvert sinn sem að ég mæti einhverjum úr þessum fínu kokteilboðum, brosi ég glaðlega til þeirra í bleika kjólnum mínum og gulu skónum með hárið flaksandi í allar áttir og líflega máluð.
Ég brosi ósviknu brosi, því að núna geta þau séð mig eins og ég er.

Ég er ég sjálf.