Það hafa verið nokkrar beiðnir um það að senda inn grein um hvernig Bodyshop virkar og ég ákvað að taka mig til og skrifa eitt stykki grein =) sko…þetta er forrit sem að þú getur notað til að breyta förum,hári og makeuppi og gleraugum og allt svoleiðis. Til að geta breytt í alminninleg föt þarf að vera nokkuð fær í teikni og grafík forritum eins og Adobe Photoshop og/eða Paint.
Sjálf nota ég Photoshop og paint yfirleitt bæði.

Tökum sem dæmi að þú ætlir að breyta lit á bol. Þá opnaru forritið og velur “Create parts” og þá koma upp fötin, og þú getur valið um kyn og aldur…byrjum á einfaldasta bolnum, en það er að mínu mati þessi ljósblái í unglinga,kvk fötunum. Hann kemur svona bundinn aftan á hálsinn og er stuttur magabolur.
Ýttu á bolinn og þá kemur hann á stelpuna sem að er þarna til vinstri.Skýrðu hann það sem að þú vilt,til dæmis“bolur”. Ýttu á takkann næstum neðst á skjánum, en ég man ekki alveg hvað stendur á honum, en ef að þú ert enskumælandi ætti það að vera auðvelt fyrir þig að velja rétta takkann því að hinn er til að hætta. Þú þarft aðeins að bíða og svo kemur þetta. Nú skaltu láta Bodyshop vera í smá stund.
Opnaðu forrit, paint er auðvelt að vinna með.
Opnaðu my documents/ea games/thesims2/projects og þar finnuru möppu sem að heitir “bolur”, opnaðu hana. Þar inní eru skjöl. Opnaðu það sem að er í lit til að byrja með. Nú er það komið í paint og þú getur litað bolinn eins og þú vilt, en ekki breytt sniðinu, við komum að því á eftir. Reyndu að teikna til dæmis hús á bolinn, þú getur líka copiað og pasteað af netinu og látið hana passa inná bolinn, framan eða aftan á. Þegar að þu ert búinn að breyta litum eða bæta myndum inná skaltu seiva.Ekki fara í Save as, heldur bara Save! Svo geturu opnað svarthvítu myndnina. Í henni geturu breytt sniðinu eins og þú vilt. Prufaðu að byrja á einhverju einfaldu, eins og að taka bandið aftan af hálsinum. Þá veluru sama lit og er í bakgrunn(svartur eða hvítur) og litar bandið í þeim lit. Svo skaltu seiva á sama hátt og þú seivaðir hina myndina. Ekki Save as, heldur bara Save.
Nú skulum við snúa okkur aftur að Bodyshop. Þar geturu valið hvort að þetta er náttföt eða spariföt eða venjuleg, en í þessu tilviki er bara hægt að hafa þetta venjulegt. Ýttu svo á takkann niðri, en mig minnir að það standi “Import to game”. Þá fer hann inní leikinn.
Nú skaltu fara í “Build Sims” og velja það kyn og aldur sem að þarf til, í þessu tilviki unglingsstelpu. Farðu í bolina og þar sérðu bolinn þinn, en hann er merktur svona * í horninu!
Til hamingju og svo er bara að prófa sig áfram og æfingin skapar meistarann!