Fjóla leit snöggt í kringum sig áður en hún hljóp yfir götuna. Hún var að verða alltof sein í skólann. Ojæja, það var nú henni sjálfri að kenna en henni leiddist alltaf að koma of seint, sérstaklega í dönsku.
Þegar hún kom inn var dauðaþögn í bekknum og það leit enginn upp frá bókunum þegar að hún kom inn. Páll hafði fullkomna stjórn á bekknum, og leit að þessu sinni mjög reiðilega út. ,,Fjóla Hauksdóttir! Þú ert sein þriðja sinn í vikunni!” Hann var öskuvondur, hún gat séð æðarnar tútna út í hausnum á honum. Hún herti sig upp og sagði rólega:,,Já, ég svaf yfir mig.” Það var erftitt að segja þetta við Pál, hann tók þessa afsökun ekki gilda. ,,Já það er nokkuð augljóst ekki satt ha Fjóla? Þetta gengur ekki lengur, ég veit ekki af hverju þú ert svona oft sein, en þessu verður að linna!”
Hún kinkaði kolli og gekk af stað að sætinu sínu. Atli hvíslaði í spurnartón hvað hún hefði raunverulega verið að gera. Hún myndaði orðið ,,Pabbi” hljóðlaust með vörunum. Atli vissi vel hvað hún meinti. Pabbi hennar var ekki alltaf góður við hana og mömmu hennar, eigilega var hann ofbeldisfullur gagnvart þeim, sérstaklega mömmu hennar. En honum datt ekki í hug að ganga í skrokk á syni sínum, Ella. Hann var að verða 17, en Fjóla var aðeins 15.

Hún settist og tók eftir því að sætið við hliðina á henni var autt. Það vantaði Krissu, bestu vinkonu hennar, þær höfðu verið eins og samlokur síðan í leikskóla. Hún leit spurnaraugum á Atla, en hann yppti bara öxlum. Atli var næstbesti vinur í heimi. Hann hafði alltaf verið góður vil Fjólu, og hjálpað henni þegar að hún þurfti á honum að halda. Hún hafði kynnst honum í afmæli hjá kærasta Krissu, Arnari, sem var jafngamall bróður hennar. Hann hafði verið frábær og æðislegur í fyrstu, en með tímanum varð hann leiðinlegur. En Krissa dýrkaði hann og datt ekki í hug að hætta með honum. Hún gat nú líka verið svo vitlaus stundum.
En allt í einu hrökk Fjóla upp af dagdraumum sínum. ,,FJÓLA! Það er ekki nóg með að þú komir of seint, heldur þarftu líka að sleppa því að taka eftir í tímum!” Páll var að því komin að springa af reiði. Hún flýtti sér að byrja að vinna, en áttaði sig síðan á því að hún vissi ekkert hvað hún átti að vera að gera.

Loksins hringdi út. Hún flýtti sér eins og hún gat útúr stofunni. Það var náttúrufræði næst. Fjóla kunni betur við þá tíma en dönsku, nátttúrufræðikennarinn leyfði þeim þó að lifa lífinu. Hún hét Birna og var einstaklega góð við krakkana, og lét ekki smá skvaldur slá sig útaf laginu, líkt og Páll gerði.
Fjóla settist í hornið við gluggan, og leit út. Hún sá Krissu vera á leiðinni, mjög niðurdregna að sjá. Hún hnippti í Atla sem að hafði sest við hliðina á henni; ,,Sjáðu, Krissa er að koma!” Hún brosti, henni fannst einmannalegt að hafa Krissu ekki hjá sér. Atli hinsvegar virtist ekkert of glaður að sjá hana, en lét þó sem að hann væri himinlifandi. Þau 3 höfðu alltaf verið góð saman, gerðu fullt af dóti saman og stundum var Addi, vinur Atla, jafnvel með. Addi var í öðrum skóla, en hann var mjög skemmtilegur. Atli kynntist honum á fótboltaæfingu í fyrra.

Dyrnar opnuðust og Krissa kom inn, og flýtti sér að setjast við borðið fyrir framan Fjólu. Hún var með tárin í augunum og með ógreitt hár. Það var ólíkt henni. Fjóla leit áhuggjufull á hana og spurði varlega hvað væri að, en Krissa hristi bara höfuðið og grúfði sig ofan í bækurnar. Fjóla leit á Atla, sem yppti öxlum og snéri sér að töflunni.
Fjóla vissi að Atli vissi eitthvað. Hvað var það sem að Atli gæti mögulega vitað, sem að kæmi Krissu til að gráta? Hún sem var alltaf svo sterk og grét aldrei. Hvað gat það mögulega verið sem að Fjóla vissi ekki um tvo bestu vini sína?
————-
Jæja…það kemur annar kafli ef að þið lesendur góðir viljið=D segið bara ykkar álit! Ég get tekið gagngrýni =)