Já einlægni verður að vera til staðar svo eitthvað sé rómantískt, annars verður það bara phony. Rómantík er til dæmis að semja ljóð út frá innblæstri, gefa ástinni eitthvað sem er algjörlega verðlaust en hefur í staðinn tilfinningalegt gildi, t.d. kuðung sem maður hefur fundið í fjörunni. Það er líka hægt að upplifa rómantík í einrúmi, t.d. að gleðjast yfir einhverju fallegu sem maður sér úti í náttúrunni eins og litum og fleiru. Sjá það fallega í lífinu.