Að vera rómantískur…..
Þegar ég heyri orðið rómantískt, sé ég fyrir mér, kertaljós, sólarlag, lítill koss, heitir litir, eldur og svo framvegis.
En ég sé líka fyrir mér litla frænda minn sem kemur inn til mömmu sinnar að hausti til með lítið laufblað og segir “mamma, þetta er hjarta náttúrunnar” eða þegar hann teiknar mynd af mömmu sinni í bleikum fötum og pabba sinn með vöðva og barkakýli og þau haldast í hendur, eða klippir út brúðarmynd úr tímariti og hengir fyrir ofan rúmið þeirra, eða þegar hann er stöðugt að segja mömmu sinni hvað hún sé endalaust falleg, eða þegar hann var að hlusta á Vilhjálm Vilhjálmsson í bílnum og sagði “já, hann er dáinn en tónlistin hans lifir” eða hvíslar að ömmu sinni þegar hún er í vondu skapi “ég elska þig amma”. Hann er nýorðinn fimm ára. Ef þetta er ekki að vera rómantískur þá veit ég ekki hvað. Og augnaráðið hans á eftir að skilja marga kvenmennina(er reyndar nú þegar farið að gera það, harmleikur á leikskólanum hjá stelpunum þegar hann flutti til útlanda, kærustur, unnustur.)eftir með ást í hjarta.
Það mættu fleiri vera eins og hann…….
(ég held að ég setji þessa grein líka bara á börnin okkar, finnst hún eiga heima á báðum stöðum ;) )
knús
–H