Jæja, ég var að koma úr heimspekitíma þar sem við vorum að ræða Jesú og orð hans, lesa fjallræðuna og svona. Og ég fór að hugleiða allt sem menn hafa skrifað um það sem við vitum ekkert um. Hvað eru trúarbrögð eiginlega? Þetta er kannski klassísk spurning en ég er alltaf að finna nýjar hliðar á fyrirbærinu trú, tala nú ekki um hin ýmsu trúarbrögð heimsins. Nú það sem ég var að velta fyrir mér í dag var hversu mikill hluti trúarritninga (sbr. Biblían) er skrifaður af þeirri sannfæringu sem orðin gefa til kynna? Hversu stór hluti þess sem stendur í Nýja testamentinu er í raun frá Jesú kominn, hver var hann? Sagðist Jesú vera Guðs sonur, spámaðurinn, ljós heimsins o.s.frv. eða eru það seinni tíma viðbætur og túlkanir á orðum hans? Var þetta ekki bara skrifað til að auka áhrifamátt orða hans? Eða sagðist Jesú kannski vera sá útvaldi (eins og svo margir aðrir) til að afla sér og sínum kenningum fylgis? Er fólk ekki bara að dýrka einhvern “commercial heimspeking”? Ég trúi því allavega ekki að Guð hafi bara sagt Jesú:“Blessaður kallinn, ég er pabbi þinn og ég set þig í útivistarbann ef þú boðar ekki orð mitt.” Ég meina, Jesú var kannski merkilegur karl sem gerði ýmislegt gott fyrir heiminn en hann hefur líka fleiri mannslíf á samviskunni en Adolf Hitler. Guðdómurinn mun að eilífu gera okkur ókleift að komast að staðreyndum dauðans, halda okkur í efa um tilvist sína og leyfa okkur að gera mistök að vild.
SubRosa