Þröng föt = glennuleg föt!!! Þessu er ég alls ekki sammála! Mér finnst alveg fáránlegt að stelpur sem ganga í þröngum fötum eru kallaðar glennur!

Þetta á sérstaklega við þær sem eru ekkert feitar, þær eru hiklaust dæmdar glennur ef þær eru í þröngum eða flegnum fötum, en engin segir neitt ef feit stelpa er í þröngum fötum…ekki er hún glenna!

Tískan í dag eins og hún leggur sig er bara meira og minna þröng föt. Ég veit að sumir eru ekki að fíla það þegar ég er að tala um tísku en þetta áhugamál er föt og þeir sem hafa áhuga á fötum hafa væntanlega áhuga á tískunni í dag, ég meina þú ferð varla að hafa áhuga fyrir fataskápnum hennar ömmu þinnar…?! :)

Þær stelpur sem fíla þröng föt og sérstaklega ef þær eru grannar og flottar ættu alveg að fá að ganga í sínum fötum í friði án þess að lenda undir eitthverju böggi frá stelpum sem eru kannski ekki eins vel vaxnar í þessi föt, sem sagt eru öfundsjúkar!

Þetta eru engir forsómar til fólks í stærra lagi en þau lenda yfirleitt ekki í svona böggi, en hins vegar stelpur sem eru kannski sætar, klárar, flottar o.sv.frvs. eru alltaf dæmdar sem sjáæfsöruggar. leiðinlegar stelpur sem hugsa um engan og ekkert nema sjálfar sig! :(

Er ekki alltaf verið að segja fólki að það sé svo gott að læra að elska sjálfan sig (í góðu hófi náttúrulega) af hverju ekki þá að fá að njóta þess að geta verið flottur og gengið í þröngum fötum ef manni sýnist?

Þeir sem eru að dæma fólk af klæðnaðinum er oft fólk sem er öfunsjúkt út í viðkomandi. Svo þið sem eruð með þessa dóma…lítið í eigin barm…eruð þið ekki bara öfundsjúk/ar??

Þeir sem kannast við þennan vanda…ekki láta þetta fólk draga ykkur niður í sinn heim…heim öfundar (ég er nú aðeins að ýkja ;) ) !!!

Hvað finnst ykkur?? Er glennulegt að vera í þröngum fötum og þýðir það alltaf að maður sé ánægður með sjálfan sig??

darma ;*