Í kjölfar annarra greina sem hafa birst hér um kynamisrétti og samskipti kynjanna datt mér í hug að skrifa þessa grein. Mér finnst margir hérna og annars staðar hafa skrítnar hugmyndir og forneskjulegar um feminsta og feminsma yfirleit.
Hvað er feminsmi?
Er feminismi ekki bara dropi í hafið af mannréttindabaráttu?
Feminismi er einfaldlega það að vilja ekki vera mismunað eftir kyni sínu, feministar leita eftir því að kynin verði jöfn og að mínu mati skiptir það miklu máli, það er ekkert smá fáránlegt að kona sem var hæfari í eitthvað starf fái það ekki út af því að hún er kona, t.d. þegar Neil Armstrong steig á tunglið voru aðrar konur sem voru geimfarar og voru einfaldlega hæfari en margir karlarnir sem að fengu að fara.

Öll mannréttindabarátta skiptir miklu máli, ef að konur þurfa að eitthvað síðri en karlmenn, hvernig er þá t.d. svört kona stödd? Ég bara spyr, henni er ekki aðeins mismunað sem konu heldur líka einnig að hún er svört kona, heimurinn getur verið svo forneskjulegur, ég bara get ekki skilið hvaða máli það skiptir að vera gulur rauður grænn eða blár eða hvort þú ert kona eða karl. Fer það ekki bara allt eftir því hvernig manneskja þú ert?