Mark Wahlberg Ég ætla að tala svolítið um þennan ágæta leikara,Marky Mark Wahlberg.Nú eins og flestir vita þá byrjar saga hans þegar hann var meðlimur í hljómsveitinni The New Kids on the block ásamt bróður sínum Donnie Wahlberg.Hann hætti síðan í þeirri grúppu og stofnaði sína eigin hljómsveit sem ber nafnið Marky Mark and the Funky Bunch.
Fyrsta almennilega hlutverk hans í kvikmyndum var í Renaissance Man með Danny Devito árið 1994.Þaðan lá leiðin í The Basketball Diaries þar sem hann lék á móti Leonardo DiCaprio og Lorraine Bracco í mynd um brostna drauma og eiturlyfjafíkn þar sem inn í fléttast körfuboltinn.Þar eftir fær Twin Peaks gaurinn James Foley hann til að leika í mynd sinni,FEAR.Slöpp mynd um veruleikafirtan ungan mann.Reese Witherspoon leikur á móti Mark.Traveller er næsta mynd kappans en þar leikur hann á móti Bill Paxton.Þá er komið að Þungamiðjunni í ferli Marks,en það er Boogie Nights.Mynd um ungan mann sem er uppgötvaður af Klámmyndaframleiðanda sem hrífst af reðurstærð hans.Paul Thomas Anderson (Magnolia)leikstýrir hér fantagóðri mynd um klámiðnaðinn,eiturlyf,ástir,glæpi og mannlífið.Með önnur hlutverk fara Burt Reynolds,Julianne Moore,Luiz Guzman,Don Cheadle,Philip Baker Hall,Philip Seymour Hoffman,Heather Graham,Thomas Jane,William H. Macy,John C. Reilly og Alfred Molina.Síðan koma verstu myndir hans en það eru The Big Hit og The Corruptor.í þeirri fyrri leikur hann leigumorðingja á félaga hans sem ræna dóttur kínverks auðjöfurs.í þeirri seinni leikur hann aftur í leikstjórn James Foley.En hann náði sér upp úr þeirri lægð þegar hann lék Troy Barlow í Three Kings.Mynd í leikstjórn Davids O Russels um fjóra hermenn í flóabardaga sem komast á snoðir um hvar gullforði Saddams er falinn.George Clooney,Spike Jonze og Ice Cube eru hinir þrír.Síðan birtist hann í The Perfect Storm sem Þjóðverjinn Wolfgang Petersen leikstýrir.Hún fjallar um áhöfn fiskibátsins Andreu Gail,en þeir komast í hann krappan þegar þeir eru við veiðar í flæmska hattinum.
Þar leikur hann afur á móti George Clooney,en aðrir leikarar eru Diane Lane,William Fichtner,Bob Gunton,Christopher McDonald,John C. Reilly,Mary Elizabeth Mastrantonio og Michael Ironside.
Fleiri myndir með honum eru væntanlegar á klakann en þær eru The Yards,glæpamynd með Jaquin Pheonix,Charlize Theron og James Caan,Rock Star(jennifer Aniston),The Planet of the apes,endurgerðin í leikstjórn Tim Burtons og að lokum The Truth About Charlie en á móti honum þar elikyr afríska kóngsdóttirin og mission impossible gella Thandie Newton.
Svo að aðdáendur hans ættu að vera kátir.

DIRK DIGGLER

KURSK