Einu sinni átti ég átti draum og það sem meira var ég átti fallega konu til þess að deila honum með. Þetta voru yndislegir tíma og ókunn öfl skutust milli húsasunda í þessari gráu borg sem við búum í og óræðir andar svifu yfir vötnum.

Borgin var ekkert svo grá eftir allt saman og mér leið eins og ég væri staddur í ljóði eftir Gabriel Garcia Marques.

Og við ferðuðust. Í Austur - Evrópskri borg byrjaði að hellirigna. Ég tók um hönd henna og leiddi hana inn á lítið kaffihús og þar drukkum við rautt vín og átum kryddaða osta. Epstein - bræðurnar sáu um tónlistina og við hlóum. Ég horfði í augu hennar og fór að segja henni frá draumnum. Hvernig ég vildi dansa við hana vals í Vín, setja mitt kerti við hliðina á hennar kerti í fornum kaþólsum kirkjum og hvernig við myndum eyða ævikvöldinu í litlu húsi við Miðjarðarhafið. Og draumurinn varð margræðari en við hvert orð sem kom úr munni mínum varð ást hennar heitari. Og við hlupum útí rigninguna og skýldum okkur við háar byggingar og varir okkar snertust.

Ogt við snérum heim og keyptum bíl og keyptum hús og milli ástlota á meðan haustvindurinn blakaði hvítu síðu gluggatjöldunum til og frá í takt við forna seiði upplifðum við sanna ást.

Þetta var fyrir tveim árum.

Í dag re hún að deita smið sem býr í breiðholtinu og ég sit fyrir framan tölvuna og drekk smá rauðvín og hlusta á Cohen syngja um konurnar tíu í Vín og hryllir við tilhugsunina að þurfa á einhverjum tímapunkti að segja Astró glyðrunum frá drauminum.

Af hverju fer sem fer? Að hverju er fólk að leita að?