Ég var að glugga í píkutorfunna og mér fannst mikið til í því
sem margar þessara stúlkna eru að benda á. En,það er alltaf
eitthvað en, mikið sem þær eru að kvarta er satt að segja bull.
Vegna þess að það vantar karakter í það fólk sem sér sér fært
að kvarta útaf öllu. Réttmætt eða ekki.

Faðir minn ólst upp í helvíti. þar var allt til alls að gera menn
geðveika. T.d. hann var pyntaður af einhverjum þjóðverja sem
hann fór í sveit til áður en hann var orðinn 13 ára gamall.
mamma hans var alki og djammfíkill. Hún læsti stundum
börninn inni þegar hún fór út að djamma, inni skáp!
Hann byrjaði að vinna 12ára gammal fyrir Allri fjölskyldunni.
En fékk auðvitað ekki að sjá peningana. Og allt eftir þessu.
En þessi maður er hamgjusamlega giftur í 30ár núna. hann
hlær á hverjum degi, og ræðir um sum þessa mála við
okkur(Hann er semsagt ekki að byrgja þetta inni).

En sumt fólk sem fær allt, þ.e.
Ást og umhyggja frá foreldrum, frelsi til að fá að gera hluti í
friði. fá að halda þeim félögum sem hentar. Þetta fólk.
Ekki allt, en sumt.
fær minnimáttarkend, sjálfsmorðsíhuganir og þar eftir
götunum.

Mín skyring á þessu er sú að sumir fæðast með karakter. þá
er ég að tala um enhverskonar sálfræðilega kjölfestu.
Sumir hafa hana aðrir ekki. Það sem er algengt með fólk sem
er ekki með nægja kjölfestu kenni öðrum um. Þetta á við um
alla.
Konan sem kvartar yfir því að hún sé með lítið sjálfsálit vegna
að hún fékk mjóa og lappa langa barbí dúkku sem stelpa.

Ég er alls ekki að segja að fólk með gott uppeldi verði
geðveikt og vice versa. Heldur að sumt fólk verði svona vegna
þess að það hafi ekki það sem þarf að halda sínu striki. Þótt á
móti blási.

Ps. Vegna byrjunarinnar á greininni ætla ég að taka fram að
auðvitað eiga konur rétt á að fá sömu laun og karlar fyrir sömu
vinnu.