Ég var að horfa á Golden Globe (svona með öðru auganu allavega), og mér finnst alltaf rosalega gaman að sjá hvernig fötum allir eru í!
Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir því að stór meirihluti allra kvennanna var í hlýralausum kjólum, sem mér finnast alveg æði svona yfirleitt.
En hins vegar sá ég enga sem það fór sérlega vel, t.d. Renee Zellweger (sem lék í Nurse Betty), var alltof beinaber til að vera í svona kjól, og axlirnar á henni virkuðu fyrir að vera miklu stærri en annars, og Sarah Jessica Parker (og líka hin konan sem er með henni í Sex in the city) var oftast alltof hokin til að kjóllinn hennar liti vel út á henni…
Er ekki hægt að fá svona hlýralausa kjóla sem fara manni vel… mig er eiginlega hætt að langa í svona kjól!
Hvernig fannst ykkur annars fatavalið hjá fræga fólkinu???

Kveðja,
Ljúfa