Virðingarverða huga-fólk. Íslenskan er með því verðmætasta sem við eigum. Við megum ekki kasta henni á glæ fyrir erlend tungumál. Við eigum að hlúa vel að móðurmáli okkar. Íslenskan er það sem gerir okkur að þjóð, hún sameinar okkur. Ég veit ekki til þess að það sé verið að berjast gegn enskunni. Mér sjálfri finnst allt í lagi að sletta af og til. En mörkin eru samt skýr. Íslenskan hefur forgang.