Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

kamalflos
kamalflos Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
1.170 stig
Áhugamál: Stjórnmál, Hip hop

Listin að leita - Nál í heystakki (4 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Árið er 2004 og eftir að NBA hefur gengið öldudal 10. áratugar 20. aldar, farið í gegnum lægð, verkfall og tap á helstu snillingum sem spilað hafa leikinn, er nú heldur tekið að vora til. Breiddin hefur aukist undanfarin ár, fleiri leikmenn virðast geta tekið við kyndlinum og spilað vel. Undanfarin ár hafa t.d. leikmenn eins og Ben Wallace, Michael Redd og Zach Randolph stigið upp og orðið að stjörnum. Þessir menn eiga það kannski sameiginlegt að hafa byrjað hægt og rólega, notað takmarkaðar...

Danny Ainge að gera frábæra hluti með Celtics (2 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Gamla brýnið Danny Ainge tók við heldur rýru búi þegar hann gerðist framkvæmdarstjóri Boston Celtics. Reyndar var talið að nýir eigendur myndu reyna að dæla peningum í liðið, en þeir, eins og svo margir aðdrið, þorðu ekki að leika sér að Luxury Tax möguleikanum, sem virðist flókið fyrirbæri. Vandamálin voru mikil. Aðalvandamál Boston var, og er reyndar enn, Vin Baker. Vin Baker kom ásamt Shammond Williams frá Seattle í skiptum við Kenny Anderson og Joespeh Forte. Vin Baker er með langan og...

Stjórnmálaskoðanir í Hiphop menningunni (22 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eftir að hafa virt fyrir mér könnunina sem var send hér inn um daginn gat ég ekkert gert að því að heilasellurnar fóru á fullt span og ég fór að velta fyrir mér stjórnmálaskoðunum rappara. Hægt er að draga ályktun af því að stór hluti listamanna sé róttækur, vinstri sinnnaðir. Listin er oft tjáningaform róttækninar. En ég held að það sé ekki hægt að fullyrða að stærstur hluti listamanna sé vinstri sinnaður, þó svo að greinarhöfundi þyki svo vera líklegt. Eitt er þó hægt að álykta með...

Bæjarins Bestu - Tónlist til að slást við (26 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Diskurinn, Tónlist til að slást við er kominn út og fæst í BT, aðeins í BT nota bene. Þetta er frumburður okkar í BB. Við fáum góða gesti; Birki B, Bent & 7berg og Hughvarfahríð…. Diskurinn er semsagt kominn út… Peace

Hinn fullkomni leikur (12 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Championship Manager leikirnir hafa í gegnum árin verið afar vinsælir hér á fróni og er það ekki mikil furða. Ef maður kryfjar leikinn þá sér maður að leikmenn eru margir hverjir með svo raunhæfa hæfileika og þeir sem hafa verið efnilegir í Manager hafa oftast orðið góðir, t.a.m. Aimar og Saviola. Manager er gjörsamlega laus við alla kynþáttafordóma, þar sem engar myndir eru af leikmönnum, sem er mjög gott. Hinn mesti rasisti sem vildi ekki hafa neina aðra en hvíta menn í sínu liði gæti þó...

Boston Celtics spila til úrslita í Austrinu (8 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Langþráður draumur er nánast að verða að veruleika. Veldi Boston Celtics hefur risið aftur, eftir langan tíma á botni deildarinnar og mörg misheppnuð nýliðavöl. Eins og flestir körfuboltaáhugamenn vita leiðir tvíeyki Paul Pierce og Antoine Walker liðið, en Kenny Anderson og Rodney Rogers eru einnig lykilmenn í liðinu ásamt nokkrum fleirum. Celtics liðið lagði Detroit 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar og eru Celtics og Lakers bæði komin áfram í úrslit í sinni deild og hlýtur það að vera...

Bootlegging/að skrifa diska (74 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég verð að segja að ég er að verða frekar pirraður á því þegar fólk er að skrifa diska. Mér finnst ekki til meiri helvítis vanvirðing við tónlistarmenn en þegar fólk er að skrifa diskana þeirra. Kannski dánlódar einhver þessu og á ‘diskinn’ á mp3 og auglýsir það að hann eigi þennan disk…það fer virkilega í taugarnar á mér. Mesta vanvirðingin er þó þegar einhverjir gaurar eru að skrifa diska frá innlendum artistum..ég hef ekki sjaldan verið beðinn um að lána Rottweiler diskinn minn svo hægt...

Hvað hefur NaS verið að gera? (21 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Oft þegar ég á erfitt með að vakna læt ég einhvern disk í græjurnar og læt tónlistina hjálpa mér við að vakna:)..allavega þá átti ég erfitt með að vakna í morgun og ég dró einn disk úr bunkanum og þar sem ég vill koma sjálfum mér á óvart þá vildi ég ekki vita hvaða diskur þetta væri. Ég lét hann í og heyrði strax að þetta var NaS, en byrjunin á I am.. og Illmatic eru keimlíkar. Ég lét á lag tvö og þau eru líka lík, NY state of Mind, og NY state of Mind pt. II. Það má því segja að Nas hafi...

North Carolina missir miðherja (0 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 3 mánuðum
North Carolina Tar Heels eru þekktir sem eitt besta háskólalið Bandaríkjanna. Kannski eru þeir þekktastir fyrir það að hafa leyft Michael Jordan að spila með sér, en einnig hafa Vince Carter og Antawn Jameson komið þaðan á síðustu árum. Miðherjinn Neil Fingelton hefur ákveðið að skipta um skóla og er það í fyrsta skipti sem það gerist síðan 1993-94, þegar maður að nafni Larry Davis fór frá liðinu. Þetta eru ekki aðeins tíðindi fyrir þær sakir, heldur einnig eru líkamsburðir Neil Fingeltons...

Nýliðarnir í ár (6 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Pau Gasol hefur sýnt það og sannað að hann er tilbúinn í slaginn. Hann leiðir nýliðina bæði í stigum og fráköstum og er annar í vörðum skotum, en þessi knái Spánverji þurfti að borga miklar fúlgur fjár til þess að losa sig undan samningi við Barcelona fyrir tímabilið. Memphis hafa svo sannarlega grætt á því og er hann mjög líklegur kandídat fyrir nýliða ársins. Eddie Griffin hefur valdið mér mestum vonbrigðum, en hann lék mjög vel með Seton Hall í háskóla. Mér fannst hann líklegastur sem...

Boston gera það gott (1 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Boston Celtics hafa komið mjög á óvart í NBA-deildinni í ár. Þeir hafa sýnt hvað hægt er að gera ef allir í liðinu vita hvað þarf að gera, liðið þarf að vinna. Menn eins og Kenny Anderson er farnir að hugsa meira um liðið og nú eru tveir helstu sóknarmöguleikarnir þjóðnýttir, það eru Antoine Walker(með um 24 stig í leik, 8. í NBA) og svo Paul Pierce (með um 27 stig, 2. í NBA). Stóru mennirnir, Vitaly Potapenko og Tony Battie hafa staðið sig frábærlega og skipta þeir mínútunum nokkuð...

Lélegt hjá Manchester? (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Leikur liðs United hefur ekki verið upp á marga fiska á þessu tímabili. Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég líklega farinn til Manchester og væri að tala við Ferguson. Þó kemur ýmislegt til greina; Verón var keyptur og hann hefur breytt spilinu mjög mikið. Hann þarf að átta sig á því að styrkleikur United felst í því að fara fyrir aftan bakverðina og koma sendingum fyrir, sérstaklega hægra megin frá. Liðið reynir alltof mikið að fara upp miðjuna og þetta verður eilíft hnoð. Beckham hefur einnig...

Framferði Bandaríkjamanna (20 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Framferði Bandaríkjamanna Eftir að fyrsta árásin á meginland Bandaríkjanna var gerð, 11. September hafa Bandaríkjamenn, ásamt Bretum og fleiri stórveldum, háð stríð gegn hryðjuverkum. Strax eftir árásirnar bentu reiðir fingur á Osama Bin Laden, róttækan múslima sem á rætur sínar að rekja til Sádí Arabíu. Reyndar hefur Bin Laden aldrei viðurkennt verknaðinn en Bandaríkjamenn töldu sig vera með óyggjandi sannanir fyrir því að hópur hans Al Queada hafi staðið fyrir þessum hörmungum. Þrátt fyrir...

Einveldi Lakers? (19 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 6 mánuðum
L.A. Lakers hafa án efa lið sem verður að teljast meistaraefni. Þeir misstu reyndar kraftframherja sinn, Horace Grant, en hann var ekki að gera það sem hann getur fyrir þá í fyrra. Þeir hafa bætt við sig tveimur frábærum bakvörðum, Lindsay Hunter frá Detroit og svo Mitch Richmond, sem var einn af bestu skotbakvörðum á síðari hluta 10. áratugarins. Einnig hafa þeir bætt við sig Lorenzen Wright og Dennis Scott. Þeir eru því að bæta við sig skyttum, en það sýndi sig að skytturnar eru svarið við...

Valsmóti lokið - Brenton bestur (5 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Valsmótinu lauk í kvöld, með öruggum sigri Njarðvíkinga á söddum nýliðum Stjörnumanna sem komu á óvart og spiluðu til úrslita. Leikurinn var að mestu öruggur allan tímann og var það Brenton Birmingham sem skaraði frammúr. Það er lítið hægt að segja um lið deildarinnar, nema það að breiddin er lítil hjá sumum liðunum, eins og Grindavík og Breiðablik. Einnig hefur það heyrst að Borgnesingar hafi ekki nema 4-5 menn á æfingum og hafi haldið út til Rússlands að leita að leikmönnum. Það verður nú...

Beckham Bestur (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Englendingar áttu hreinlega í mesta basli með fyrirfram unninn leik gegn fátæskta landi í Evrópu, Albaníu. Albanir gerðu eins og smáþjóðum í knattspyrnu sæmir og pökkuðu í vörn og tókst enskum ekki að brjóta þéttan múrinn fyrren á markamínútunni, þeirri 43.. Þeir bættu svo við öðru marki á 83 mínútu, eftir þunga albanska sókn. Beckham Bestur Fyrirliðinn, David Beckham, leiddi sína menn í leiknum átti frábærar sendingar, svo og gott skot sem virtist ætla að gulltryggja Englendingum sigurinn....

Hugtök í Hiphoppi.... (31 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja… Undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með ýmsum rökræðum hér í hiphopppinu á Huga. Ég hef rekist á þessi ‘underground’, ‘mainstream’, ‘commercial’, ‘real’ og ‘fake’ hugtök ásamt mörgu öðru, mig langar aðeins að segja mína skoðun. Hvað varðar Underground, mainstream og commercial, þá á ég oft bágt með að halda niðri í mér hlátrinum þegar fólk talar um þetta. Það er margir hér annálaðir ‘underground hausar’ fólk sem segir að þeir sem séu ríkir séu alveg hrikalegir. Þessir sömu...

Fréttir af Boston (9 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hið forna félag Boston Celtics hefur ekki verið í frægðarljósinu að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið neina lykilmenn til liðs við sig, fyrir utan nýliða. Þeir ættu að lífga upp á liðið. En annars voru sögusagnir í gangi að Boston ætluðu að reyna að losa sig við Antoine Walker, sem að mínu mati spilar ekki nóg fyrir liðið. Ekkert lið vildi hann, vegna þess að upphæðin á samningnum hans er svimandi há. En Boston hefur haldið tryggð við sinn besta leikmann, Paul Pierce sem skrifaði undir...

Iverson - Enginn venjulegur leikmaður! (6 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þessi 183 sentímetrahái leikmaður hefur svo sannarlega sannað að hæðin skiptir ekki höfuðmáli, heldur spila hugrekki og sjálfstraust stórt hlutverk í getu leikmanna. Þessi ungi leikmaður kom í NBA deildina eftir tvö frábær ár hjá Georgetown háskólanum, sem er betur þekktur fyrir að ala af sér frábæra miðherja; Dekembe Motumbo, Patrick Ewing, Alanzo Mourning og margir fleiri. Hann var valinn í NBA deildina af 76ers, og í byrjun lét Larry Brown, þjálfari hans, hann spila leikstjórnandastöðuna,...

Nýjasti Síngúll M.O.P. vinsæll (12 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 11 mánuðum
'Till that's Real' var fyrsta plata Lil' Fame, annars rapparans í M.O.P. og kom hún út árið 1992. Svo fékk hann vin sinn Bill Danze til þess að gera plötu með sér, það var platan ‘To the death’, sem var gefin út ‘93 af Selecta Records. Ári seinna, ’94, kom platan ‘Firing Squad’ út og þar leynast tveir klassískir, ‘WorldFamouz’ og ‘New Jack City’, en M.O.P. urðu þekktir fyrir ‘How about some Hardcore’ sem var á ‘To the death’. Svo var löng bið eða upptil 1998 en þá kom ‘First Family 4 life’...

Stjarnan semur við nýjan Jón! (1 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Tilvonandi nýliðar í Epson Deildinni, Stjarnan, hafa ráðið nýjan þjálfara, eða Jón Guðmundsson. Kappinn er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa verið liðsstjóri Keflavíkurhraðlestarinnar, undir forystu Jóns Kr. Gíslasonar. Jón Guðmundsson hefur einnig þjálfað lið Þórs á Aukureyri, jafnt sem kvennalið Grindavíkur og Keflavíkur, að mig minnir. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka landslið, og er því kunnugur mörgum leikmönnum Stjörnunnar, því á fyrstu æfingu félagsins var meðalaldurinn 20 ár,...

Lyfjahneyskli í íslenskum körfubolta! (2 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Tveir leikmenn hafa verið teknir með Efedrín í blóðinu og eru báðir í úrvalsdeildinni. Annar er ákaflega efnilegur Haukamaður, Lýður Vignisson að nafni, kom hann frá Snæfelli. Kristinn Friðriksson er hinn leikmaðurinn, leikmaður Tindastóls, fyrrverandi leikmaður m.a. Þórs og Keflavíkur. Þetta er hneyksli fyrir íslenskan körfubolta sem hefur verið á þó nokkurri uppleið undanfarin tvö ár. Einnig var fyrirliði kvennaliðs KR tekin, en hún er astmaveik og eru einhver ólögleg efni í því lyfi, sem...

Einn 16 ára og annar 17 ára í Landsliðshóp! (5 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur! og landsliðsins hefur valið tvo efnilega leikmenn til þess að æfa með landsliðinu í sumar. Þessir tveir leikmenn eru Ólafur Aron Ingvarsson, og Þorleifur Ólafsson. Ólafur er nýorðinn 17 ára og Þorleifur er á 17. ári. Þeir hafa báðir leikið 7 leiki með ‘84 landsliði Íslands, og var Þorleifur besta vítaskyttan á NM, og Ólafur var valinn í fyrsta úrvalslið mótsins, eftir nokkra frábæra leiki. Þorleifur hefur vaxið mjög sem leikmaður undanfarið og er...

Regnið rigndi (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 12 mánuðum
(erindi úr lagi sem ég gerði) ég lærði að treysta engum af þínu kyni eignast ekki fleiri slíka vini - nema þær vilji eignast með mér syni ég vissi að þetta væri að skella á, þú stóðst aldrei með mér ég hélt að þú værir lífið og að lífið endaði með þér en ég fann sannleikann, ljósið skein bjart það skein inn til mín, en áður var allt svart núna skil hverslags fífl ég hef verið áður reyna að breyta mér, reyna ekki að vera bráður en svona er ég, taktu mig eða slepptu því, ekkert annað þú taldir...

Nýliðar Stjörnunnar verða strax fyrir áfalli! (4 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Garðabæjarliðið, Stjarnan, sem komst upp í Epson deildina í körfubolta, hefur stax orðið fyrir verulegri blóðtöku. Þjálfari þeirra síðastliðinn vetur, Jón Kr. Gíslason, sem hefur verið einn besti þjálfari okkar Íslendinga um árabil, neyddist til að segja starfi sínu lausu vegna anna. Stjörnumenn leita nú óspart að eftirmanni, koma þar nokkrir sterklega til greina, en vill stjórn stjörnunnar ekkert gefa upp hverjir það eru, en þið getið velt fyrir ykkur hverjir eru á lausu og nokkurnveginn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok