Oft þegar ég á erfitt með að vakna læt ég einhvern disk í græjurnar og læt tónlistina hjálpa mér við að vakna:)..allavega þá átti ég erfitt með að vakna í morgun og ég dró einn disk úr bunkanum og þar sem ég vill koma sjálfum mér á óvart þá vildi ég ekki vita hvaða diskur þetta væri. Ég lét hann í og heyrði strax að þetta var NaS, en byrjunin á I am.. og Illmatic eru keimlíkar. Ég lét á lag tvö og þau eru líka lík, NY state of Mind, og NY state of Mind pt. II. Það má því segja að Nas hafi strax þarna verið byrjaður að lifa á fornri frægð. Það sama er hann að gera í dag, gefur út disk sem heitir Stillmatic. Hann hefur nánast ekkert gert undanfarið nema reynt að lifa á þessum disk sínum og verður að flokkast undir eitt af one hitt wonders eða eitthvað. Reyndar var It was written fínn, en svo hefur restin verið hörmung. Ef nýji diskurinn hans hefði heitið Nastradamus ptII eða eitthvað í þá áttina þá hefði hann aldrei fengið svona góða dóma, fólk þvingar sjálft sig til þess að fíla Stillmatic útaf því að Illmatic var góður.
Þetta hefur ekkert að gera með Jay-Z nema það að allt sem hann hefur sagt um Nas er satt, “one hot album every 10 year avarage”