Tilvonandi nýliðar í Epson Deildinni, Stjarnan, hafa ráðið nýjan þjálfara, eða Jón Guðmundsson. Kappinn er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa verið liðsstjóri Keflavíkurhraðlestarinnar, undir forystu Jóns Kr. Gíslasonar. Jón Guðmundsson hefur einnig þjálfað lið Þórs á Aukureyri, jafnt sem kvennalið Grindavíkur og Keflavíkur, að mig minnir.
Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka landslið, og er því kunnugur mörgum leikmönnum Stjörnunnar, því á fyrstu æfingu félagsins var meðalaldurinn 20 ár, tveir elstu voru leikmenn fæddir '77.
Jón Guðmundsson er fimmti Jóninn í hóp Stjörnunnar, þetta er orðið ótrúlegt!
Stjarnan hefur nú hafið æfingar og munu koma sterkir til leikst næsta tímabil.