North Carolina Tar Heels eru þekktir sem eitt besta háskólalið Bandaríkjanna. Kannski eru þeir þekktastir fyrir það að hafa leyft Michael Jordan að spila með sér, en einnig hafa Vince Carter og Antawn Jameson komið þaðan á síðustu árum.
Miðherjinn Neil Fingelton hefur ákveðið að skipta um skóla og er það í fyrsta skipti sem það gerist síðan 1993-94, þegar maður að nafni Larry Davis fór frá liðinu. Þetta eru ekki aðeins tíðindi fyrir þær sakir, heldur einnig eru líkamsburðir Neil Fingeltons athyglisverðir. Hann er 7"5 á hæð, eða 226 cm á hæð. Hann er 285 pund, rétt um 130 kg. Þetta er því mikill missir, upp á framtíðina, en hann er aðeins á öðru ári og hefur ekki fengið að spila nema nokkrar mínútur í einum leik. Hann sagði að honum myndi líklega líða betur í öðrum skóla, en hann hefur ekki enn gefið upp hvaða skóla hann vill fara í. Ég er nokkuð viss um að við fáum að sjá þennan strák í NBA deildinni, þeir eru jú svo hrifnir af hávöxnum mönnum. Það má einnig bæta því við að Fingelton er Englengdingur og er því enn einn Evrópumaðurinn sem setur mark sitt á bandarískan körfuknattleik.