Garðabæjarliðið, Stjarnan, sem komst upp í Epson deildina í körfubolta, hefur stax orðið fyrir verulegri blóðtöku. Þjálfari þeirra síðastliðinn vetur, Jón Kr. Gíslason, sem hefur verið einn besti þjálfari okkar Íslendinga um árabil, neyddist til að segja starfi sínu lausu vegna anna. Stjörnumenn leita nú óspart að eftirmanni, koma þar nokkrir sterklega til greina, en vill stjórn stjörnunnar ekkert gefa upp hverjir það eru, en þið getið velt fyrir ykkur hverjir eru á lausu og nokkurnveginn fengið út þá sem stjórnin er að hugsa um að ráða.
Kjarni Stjörnunnar verður sjálfsagt sá sami og í fyrra, aðeins verður bætt við leikmönnum. Þetta efnilega lið var með um 7 stráka fædda ‘81 á síðastliðnu ári, og talið er að einhverjir úr ’84 árgangnum fari að banka á dyrnar hjá þessu liði, því er framtíðin björt í Garðabænum!