Englendingar áttu hreinlega í mesta basli með fyrirfram unninn leik gegn fátæskta landi í Evrópu, Albaníu.
Albanir gerðu eins og smáþjóðum í knattspyrnu sæmir og pökkuðu í vörn og tókst enskum ekki að brjóta þéttan múrinn fyrren á markamínútunni, þeirri 43..
Þeir bættu svo við öðru marki á 83 mínútu, eftir þunga albanska sókn.

Beckham Bestur
Fyrirliðinn, David Beckham, leiddi sína menn í leiknum átti frábærar sendingar, svo og gott skot sem virtist ætla að gulltryggja Englendingum sigurinn. Hann átti fjölmargar frábærar sendingar sem framherjum Englands tókst þó ekki að nýta. Paul Scholes spilaði einnig ágætlega en hann átti frábæra sendingu á gulldrenginn Michael Owen, sem kláraði færið frábærlega, eftir frábært hlaup. Steven Gerrard, sem margir telja einn þann besta á Bretlandseyjum átti fínan fyrri hálfleik, en skilaði litlu sem engu í þeim seinni. Vörn Englands átti yfirhöfuð slakan leik, sérstaklega Ashley Cole, en Gary Neville var hvað skárstur og átti ágætis upphlaup. Robbie Fowler skoraði annað mark Englands með frábærum einleik, en sú sókn Englendinga kom í kjölfar þungrar albanskrar sóknar sem hefði getað endað illa fyrir enska en David Seaman, markmaður Arsenal, varði stórkostlega.

Steve Slappur
Steve McManaman leikmaður Real Madrid átti ákaflega slappann leik, greinilegt að hann er í lítilli sem engri leikæfingu. Hann hlýtur að sjá sér leik á borði og biðja um sölu. En það heyrðist á mönnum að Sven Göran Eriksson, undraþjálfari Englendinga, myndi ekki nota kappann aftur. Jaime Carragher, fyrrverandi félagi McManamans kom lítið sem ekkert við sögu, en hann kom einnig inná sem varnarmaður. Robbie Fowler, einnig á mála hjá Liverpool, var þriðji varamaðurinn sem kom inná og skoraði. Hann átti ágætisleik, þrátt fyrir að klúðra tveimur frábærum færum.

Mikilvægur sigur
Englendingar geta nú andað léttar, en þeir sitja nú í efsta sæti í sínum riðli. Þeir hafa jafn mörg stig og Þjóðverjar, en Englendingar lögðu þá einmitt í frægum leik, 5-1. Bæði liðin hafa skorað 14 mörk en Englendingar hafa fengið á sig 4 en Þjóðverjar 10.
Englengdingar hljóta að vera líklegir í uppkomandi heimsmeistarakeppni, en Eriksson þjálfari hefur unnið 7 leiki og tapað einum, að mig minnir. Þetta enska lið hefur oft leikið betur enn í kvöld gegn Albönum, en þeir fengu þrjú stig og það er það sem máli skiptir.

Kamalflos