Framferði Bandaríkjamanna

Eftir að fyrsta árásin á meginland Bandaríkjanna var gerð, 11. September hafa Bandaríkjamenn, ásamt Bretum og fleiri stórveldum, háð stríð gegn hryðjuverkum. Strax eftir árásirnar bentu reiðir fingur á Osama Bin Laden, róttækan múslima sem á rætur sínar að rekja til Sádí Arabíu. Reyndar hefur Bin Laden aldrei viðurkennt verknaðinn en Bandaríkjamenn töldu sig vera með óyggjandi sannanir fyrir því að hópur hans Al Queada hafi staðið fyrir þessum hörmungum. Þrátt fyrir að hafa sannanirnar vildu þeir ekki láta framselja Bin Laden, af hverju spyrja margir, en ástæðan fyrir því er að Talebanar báðu um að fá að skoða þessasar sannanir gegn því að framselja Bin Laden. Bandaríkjamenn höfnuðu því og gerðu árás á saklaust fólk sem hefur látist í annvörpum. Hversu sanngjarnt er það? Bandaríkjamenn hafa falið sig í skjóli trúarinnar (God Bless America) líkt og Bin Laden hefur gert, en þrátt fyrir það brjóta þeir meginreglu kristinnar trúar, sleginn á hægri, bjóddu þá vinstri. Auðvitað svöruðu þeir og vilja hefna sín, en þetta sínir hversu kristin trú er í raun gagnslaus!

Frelsishetja ?

Osama Bin Laden er eitt af 54 börnum föður síns, sem rak byggingafyrirtæki í Sádí Arabíu og starfaði mikið fyrir konungsfjölskylduna. Því var faðir hans vellauðugur og Bin Laden erfði háar upphæðir eftir hann.
Bin Laden byrjaði á því að byggja upp tilvonandi útópíu róttækra múslima (whabbadista) sem heitir Súdan. Bin Laden dældi fé í landið, hóf að byggja vegi og skapaði atvinnu. Hann var hetja í augum Súdana. En Bandaríkjamönnum töldu Bin Laden sekan um glæpi gegn ríki þeirra, árásir á sendiráð, og lofuðu Súdunum fjárhagsaðstoð ef þeir leyfðu þeim að fara inn í landið og ná Bin Laden. Súdanir, sem voru þá eitt fátækasta ríki heims, tóku tilboðinu og sviku þar með manninn sem hafði dælt peningum í land þeirra. En Súdanir voru ekki þeir einu sem sviku, því þeir voru sviknir af Bandaríkjamönnum því fjárhagsaðtoðin barst aldrei.
Bin Laden virðist hafa verið að gera svipaða hluti í Afganistan, þar sem hann er talinn hafa sett stórar summur til styrktar fátæku ríki. Því hefur Bin Laden verið að styrkja tvö af fátækustu ríkjum heims í nafni trúar sinnar, ólíkt Bandaríkjamönnum sem styðja eingöngu lönd sem eru nægilega rík til þess að þeir græði á því, sbr. Sádí Arabíu, lönd sem þeim stafar ógn af og í kalda stríðinu studdu þeir lönd í Afríku sem voru líkleg til þess að taka um hagkerfi Kommúnista. Með öðrum orðum Bandaríkjamenn lifa eftir sinni eigin hentisemi, Bin Laden eftir trú sinni, hvort er betra?

Palestína vs. USA
Eftir að Bretar ákváðu að heimila síonistum að setjast að í landi sem þeir töldu sig ráða yfir, eftir þrýsting frá Bandaríkjamönnum, “endurkölluðu” þeir eitt mesta vandamál mannkynssögunnar. Ísrael heitir þetta land, sem var gefið gyðingum, sökum þess að þeirra helgasta trúarrit, Gamla testamentið, segir að þeir eigi landið. Landið er rekið á aðskilnaðarstefnu, sem er miklu grófari en sú sem var í Suður Afríku. Þetta hafa Suður Afrískir fræðingar staðfest. Palestínumenn eru bara sorp lýður í augum Ísraela. En þar sem Ísrael nýtur stuðnings öflugasta herveldi heimsins, Bandaríkjanna, hafa Palestínumenn hingað til barist í stríði sem mun aldrei vinnast með þessu áframhaldi. Arafat, leiðtogi Palestínu, er nú á milli steins og sleggju, þar sem borgarastyrjöld er yfirvofandi sökum þess að hann neyddist til þess að fordæma nýlegar árásir á Ísrael. Ef það hefði ekki gerst er líklegt að Bandaríkjamenn hefðu hreinsað til í því landi líkt og Afganistan.
En á meðan Bandaríkjamenn, og vesturveldin, beita slíkri ósanngirni mega þeir búast við árásum líkum þessari sem gerð var 11. September. Sjálfsmorðsárásir eru skilvirkar, og í raun og veru eina sem Arabalöndin hafa framyfir herveldi Bandaríkjannamanna, sem eiga nánast öll vopn sem til þarf til að granda heiminum og gott betur. Bandaríkjamenn fá nú að vita hvernig fólkinu í Palestínu líður, daginn inn og daginn út, aldrei öruggt. Bin Laden sagði í fréttatilkynningu að friður myndi ekki ríkja í Bandaríkjunum fyrr en friði væri komið á í Palestínu. Þetta er orðið hitamál meðal margra í heiminum og sérstaklega í Mið-Austurlöndum þar sem meira að segja Kúveit búar hafa snúist gegn Bandaríkjamönnum í þessari stefnu.

Framferði fjölmiðla
Bandarískir fjölmiðlar hafa hagað sér frekar fáránlega eftir þessar árásir. Þeir hafa ýtt undir alla öfga sem komið hafa upp og þeir hafa farið hamförum í að sakfella Bin Laden. Við þurfum ekki að fara lengra en einn áratug aftur þegar CNN voru staðnir að lygum, þar sem auglýsingaskrifstofa setti á svið árásir Íraka á sjúkrahús í Kúveit, er það fallegt?
Aðeins önnur hliðin hefur verið sögð í fréttaskýringum CNN, og í dag var Bin Laden nokkurnveginn líkt við Adolf Hitler. Þar sögðu fréttamennirnir að þeir væru báðir að berjast við veldi sem þeir réðu ekki við, sem voru Bandaríkin og sögðu það með miklum rembinb. Þeir sögðu töluðu um verk Hitlers og Bin Laden í samhengi og sögðu svo: “Hitler drap sjálfan sig í stað þess að láta ná sér lifandi, nú þegar Bin Laden verður náð, hvað ætli hann geri?”
Bin Laden er ekki Hitler, þetta er gjörsamlega ólíkir hlutir. Þetta sýnir hvernig Bandaríkjamenn líta á sig. Bin Laden er sagður hafa staðið að þessari árás þar sem 5000 manns fórust, margir sem ekki voru Bandaríkjamenn. Í Seinni heimstyrjöldinni fórust yfir 50 milljónir, hugsiði ykkur fáfræðina! Þetta er vanvirðing við fjölskyldur allra þeirra sem fórust.
Einnig hefur ríkið bannað sýningar á fréttatilkynngum Bin Ladens, segja þær innihalda leynd skilaboð til fylgismanna hans. Þetta er auðvitað fyndið, þarna eru Bandaríkjamenn að skjóta sér framhjá stjórnaskrá sinni sem heimilar málfrelsi. Þeir vilja ekki að almenningur sjái hina hliðina. Einnig hefur ýmsum prófessorum úr háskólum víðsvegar um Bandaríkin verið vísað úr starfi tímabundið, vegna þess að þeir sögðu að Bandaríkjamenn hefðu átt þessa árás inni, eða eitthvað í þeim dúr.

Annar Bin Laden
Þetta stríð gegn hryðjuverkum er líklega eins óvinnandi stríð og Palestína gegn Bandaríkjamönnum. En ef við kryfjum nafni, War on Terrorism. Það er fullt af Bandaríkjamönnum sem geta talist hryðjuverkamenn. Það er fullt af öfgahópum í Bandaríkjunum. Ætla þeir að senda sitt eigið herlið til þess að ná þeim. Hvað myndu þeir gera ef að eitthvert Arabaríkjanna sendi sitt herlið inn í Bandaríkin til þess að ná manni sem þeir grunuðu um hryðjuverk? Bandaríkjamenn myndu líklega biðja um sönnunargögn, en þeir myndu ekki fá þau. Ætti þá Arabaríkið rétt á því að valsa inn í Bandaríkin með sitt herlið og drepa konur og börn, til þess að ná þessum eina manni? Svo myndi Arabaríkið semja við Demókrata um að taka við landinu. Þetta myndi aldrei ganga upp, en af hverju á Afganistan og já allur heimurinn að láta bjóða sér þetta. Af hverju er ekki hægt að sýna sönnunargögnin, af hverju var ekki hægt að fara almennilega að þessu?
Svo er það hin hliðin. Bin Laden fann ekki upp hryðjuverkin, ef hann hefur þá framið þetta. Það koma upp aðrir hryðjuverkamenn og aðrir á eftir þeim. Ætla Vesturveldin bara að hafa herlið í öllum löndum heimsins ef svo skyldi vera að þar skyldi leynast hryðjuverkamaður? Ég skal lofa ykkur því að næst þegar heimurinn verður sofandi á verðinum munu árásir verða gerðar. Þá verður kominn upp “nýr” Bin Laden, þá verða komin upp ný samtök hryðjuverkamanna, hvað verður þá gert?