Hið forna félag Boston Celtics hefur ekki verið í frægðarljósinu að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið neina lykilmenn til liðs við sig, fyrir utan nýliða. Þeir ættu að lífga upp á liðið.
En annars voru sögusagnir í gangi að Boston ætluðu að reyna að losa sig við Antoine Walker, sem að mínu mati spilar ekki nóg fyrir liðið. Ekkert lið vildi hann, vegna þess að upphæðin á samningnum hans er svimandi há.
En Boston hefur haldið tryggð við sinn besta leikmann, Paul Pierce sem skrifaði undir samning sem er talinn vera virði um 80 milljóna $$$..
Einnig skrifuðu þeir undir samning við “stórstjörnuna” Wilt Palacio, til tveggja ára.
En það helsta sem mínir menn eru að vinna sér til frægðar núna var það að Walter McCarty var valinn “NBA hometown hero” í júlí mánuði. Þetta á vafalaust eftir að hækka álit þjálfara á þessum magnaða leikmanni.