L.A. Lakers hafa án efa lið sem verður að teljast meistaraefni. Þeir misstu reyndar kraftframherja sinn, Horace Grant, en hann var ekki að gera það sem hann getur fyrir þá í fyrra. Þeir hafa bætt við sig tveimur frábærum bakvörðum, Lindsay Hunter frá Detroit og svo Mitch Richmond, sem var einn af bestu skotbakvörðum á síðari hluta 10. áratugarins. Einnig hafa þeir bætt við sig Lorenzen Wright og Dennis Scott. Þeir eru því að bæta við sig skyttum, en það sýndi sig að skytturnar eru svarið við tví - og þrídekkun á Shaq, hann er mjög glöggur á sendingar út og þar standa menn gjarnan fríir.

Fá lið munu geta stöðvað þetta lið, enginn maður er með tærnar þar sem Shaq hefur hælanna, hann er án efa besti leikmaður deildarinnar. Svo hefur hann Kobe Bryant með sér, sem verður betri með hverju ári. Saman eru þeir frábærir, en eins og ég segi hafa þeir fengið Lindsay Hunter og Mitch Richmond með sér og liðið er ótrúlega óáreynilegt.

San Antonio Spurs hafa haft sterkt lið, en ég held að þeir eigi ekki nægan séns í Lakers. Þrátt fyrir að þeir hafa turnana tvo, þá munu þeir eiga í erfiðleikum með að dekka aftari línu Lakers, Væntanlega Hunter, Bryant og Richmond, ásamt Rick Fox og Derek Fisher (sem er vanmetinn um of)
Spurs liði hafa misst Avery Johnson og nú mun Antonio Davis taka við hlutverki aðal leikstjórnanda, gaman verður að sjá hvernig honum gengur, svo hafa þeir bætt Steve Smith við í safnið en þurftu að láta Derek Anderson fyrir, spurning hvort það gengur upp.

New York Knicks eru með frábært lið. Þeir hafa bætt við fleiri bakvörðum og litlum framherjum, þar sem þeir fengu Shandon Anderson og Howard Eisley. Ótrúlegt hvað þeir ætla að safna að sér leikmönnum. Það gæti orðið kostur fyrir þá að vera litlir og snöggir og með svæðisvörn gætu þeir náð upp góðri og fljótri vörn. Alan Houston hefur sannað það að hann er einn af bestu skotbakvörðum deildarinnar, einnig er Sprewell einn af þeim bestu, saman leiða þeir þetta lið, ásamt Marcus Camby og þeim tveim nýju; Anderson og Eisley. Reyndar var mjög slæmt fyrir þá að missa Larry Johnson. Hann var einn af mikilvægu hlekkjunum í liðinu. L

Orlando hefur auðvitað styrkst heilmikið, þó aðalega á pappírunum. Ewing gat ekki mikið í fyrra og sama má segja um Grant. Þeir hafa hefðina, Grant með einhverja mestu meistarareynslu sem gengur og gerist, búinn að vera meistari með tveimur liðum, og farið í úrslitaviðureign með því þriðja. Hann veit hvernig það á að vinna.
Grant Hill hefur lítið látið bera á sér í liðinu og nú er Tracy McGrady orðinn aðalmaðurinn. Þeir hafa einnig nýliða ársins í fyrra, manninn sem leiddi Florida Gators í úrslitin gegn Michigan fyrir tveim árum, Mike Miller. Einnig hafa þeir Darrel Armstrong, snöggan leikstjórnanda sem getur skotið.

Portland er alveg búið, þeir eiga litla möguleika á velgengni. Leiðtogalaust lið, sem er samansafn af frekar gömlum mönnum. Rasheed Wallace þarf að ná stjórn á skapinu, þá spilar hann ótrúlega. Þeir hafa einnig Damon Stoudamire sem er frábær leikmaður og Rod Strickland er ekki farinn en hann kom frá Wizards með látum rétt fyrir lokun leikmannamarkaðsins. En undir körfunni hafa þeir ekki neinn nægilega sterkan. Gamla kempan Sabonis hefur ekki lengur styrkinn, þó svo að hann hafi taktana. Dale Davis er maður sem getur frákastað.

Sacramento skiptu Jason Williams út fyrir Mike Bibby. Bibby vann nú NCAA titilinn með Arizona Wildcats fyrir hvað 4 - 5 árum. Hann hefur verið fínn eftir að hann kom í deildina, en ekki verið neitt of afgerandi. Jason Williams fór hinsvegar í lægð í fyrra. Kings tókst að halda í Webber. Divac er nú farinn að sjá fyrir endan á ferli sínum, en hann á samt einhver ár eftir. Sojakovic er mjög sterkur leikmaður og mun vera einn af þeirra sterkustu pólum. Einnig hafa þeir Doug Christie, en þeir hafa misst stemmingsmanninn John Barry, en í staðinn fengu þeir Mateen Cleaves, sem leiddi Michigan til sigurs í NCAA fyrir tveimur árum í einum dramatískasta úrslitaleik þessarar keppni.
Ég held að þetta hafi ekki verið góð skipti hjá Sacramento, þar sem Cleaves hefur ekki neina afgerandi hæfileika, hann er reyndar mjög stapíll leikmaður.

Sixers verða með frábært lið í vetur. Ég ætla ekki að efast um þau skipti sem Larry Brown gerði í sumar. Hann er frábær þjálfari og þessi skipti munu sjálfsagt styrkja liðið. Matt Geiger fær nú örugglega að spila meira, hann á mikið inni. Iverson þarf að eiga mjög gott tímabil og Mutumbo einnig. Matt Harpring er góður skotmaður og mun það hjálpa til í svæðisvörninni.