Championship Manager leikirnir hafa í gegnum árin verið afar vinsælir hér á fróni og er það ekki mikil furða.
Ef maður kryfjar leikinn þá sér maður að leikmenn eru margir hverjir með svo raunhæfa hæfileika og þeir sem hafa verið efnilegir í Manager hafa oftast orðið góðir, t.a.m. Aimar og Saviola.
Manager er gjörsamlega laus við alla kynþáttafordóma, þar sem engar myndir eru af leikmönnum, sem er mjög gott. Hinn mesti rasisti sem vildi ekki hafa neina aðra en hvíta menn í sínu liði gæti þó slysast til þess að kaupa einhverja ‘dökka’ leikmenn. Það gerir leikinn fallegan :)
Leikjavélin er ákaflega skemmtileg, þar sem hún treystir alveg á ‘random’ úrslit. En auðvitað aukast líkurnar á því að maður vinni ef maður er með betra lið, en hið ótrúlega getur alltaf gerst. Leikjavélin nær að líkja mjög vel eftir knattspyrnuleik, en það er einnig hægt að horfa á hann öðruvísi, þ.e.a.s. ekki útfrá því að þetta sé endilega knattspyrnuleikur heldur bara að byggja upp gott fyrirtæki…Margir sem eru ekki endilega knattspyrnuáhugamenn eru góðir í Manager.