Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur! og landsliðsins hefur valið tvo efnilega leikmenn til þess að æfa með landsliðinu í sumar. Þessir tveir leikmenn eru Ólafur Aron Ingvarsson, og Þorleifur Ólafsson. Ólafur er nýorðinn 17 ára og Þorleifur er á 17. ári. Þeir hafa báðir leikið 7 leiki með ‘84 landsliði Íslands, og var Þorleifur besta vítaskyttan á NM, og Ólafur var valinn í fyrsta úrvalslið mótsins, eftir nokkra frábæra leiki.
Þorleifur hefur vaxið mjög sem leikmaður undanfarið og er sjálfsagt efnilegasti leikmaðurinn í ’84 árgangnum sem margir tala um sem einn sterkasta árgang KKÍ. Hann hefur nú þegar leikið einn leik með meistaraflokki Grindavíkur, og hefur verið hvað bestur í liði Grindvíkinga í sínum flokki í vetur en þeir unnu bikarmeistaratitilinn í ár og eru, þegar þetta er skrifað, að fara að keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í úrslitaleik gegn Stjörnunni.
Ólafur hefur verið stigahæsti leikmaðurinn í landsliðinu í sínum flokki, og þykir með eindæmum snöggur leikmaður. Hann er mun minni en Þorleifur en vinnur það upp með ótrúlegum hraða og þónokkurri skottækni. Ólafur hefur leitt lið Njarðvíkur sem endaði í 2. sæti í bikarnum í sínum flokki og 3-4 í Íslandsmótinu, hann er einn af stigahærri mönnum í flokknum.
Frábært hjá Friðriki að horfa svona á yngri leikmenn. En eitt fannst mér þó fáránlegt, hann valdi Guðlaug Eyjólfsson, en ekki Eirík Þór Sigurðsson eða Sigurjón Lárusson, en þessir tveir eru mun sterkari en Guðlaugur og sýndi það sig í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar í unglingaflokki í vetur. Guðlaugur getur jú skotið þriggja en..?..Vissulega er hann leikmaður Grindavíkur, hefur það áhrif?..ekki ætla ég að dæma um það!
Áfram Ísland!

-Kamalflos