Ég verð að segja að ég er að verða frekar pirraður á því þegar fólk er að skrifa diska. Mér finnst ekki til meiri helvítis vanvirðing við tónlistarmenn en þegar fólk er að skrifa diskana þeirra. Kannski dánlódar einhver þessu og á ‘diskinn’ á mp3 og auglýsir það að hann eigi þennan disk…það fer virkilega í taugarnar á mér. Mesta vanvirðingin er þó þegar einhverjir gaurar eru að skrifa diska frá innlendum artistum..ég hef ekki sjaldan verið beðinn um að lána Rottweiler diskinn minn svo hægt sé að skrifa hann og er talinn nískupúki þegar ég neita að lána hann, og segi fólki bara að kaupa hann. Ég frétti líka að Afkvæmi Guðanna diskurinn væri kominn í umferð á ircinu, sem mér finnst miður.
Ég viðurkenni það að dánlóda einu og einu lagi með tónlistarmönnum en svo kaupi ég gjarnan diskinn ef að mér líkar, því mér finnst eins og að ég verði að eiga hulstrið til þess að geta notið disksins. Mér fannst einnig mjög skemmtilegt að sjá ArnarHelga nöldra því hann dánlódaði KRS One disknum og var ósáttur og vildi 50 mb sín tilbaka. Sko eitt er að bootlegga annað er að auglýsa það, og mér finnst fátt sorglegra. En eitt er þó sorglegra, það er þegar menn eru að metast um hvað þeir eigi mörg gb (gíbabæt) af mp3 lögum..“..vá hvað þú ert töff..áttu virkilega 10 gb? shit..eigum við að koma að hanga út í sjoppu?”
Ég veit líka að margir rapparar hefðu ekki náð svona miklum vinsældum ef internetið hefði ekki verið til staðar, nefni ég þar Sage Francis og Aesop Rock kannski helst, en við skulum heldur ekki gleyma því að þeir hafa selt mikið yfir internetið, og eru nú vinsælir. Fólk misnotar netið gjörsamlega og það fer í mínar fínustu. Af hverju getur fólk ekki bara keypt diskana sína, ef það hefur ekki efni á þeim þá verður bara að hafa það..sleppið því að kaupa sígarettupakkann, kaupið eitt Snickers á viku í stað tveggja, ekki fara í bíó á hverjum sunnudegi..sparið og þið munuð kaupa…

Að notfæra sér internetið til þess að fá fría tónlist er eins og að mæta á American Style með sitt eigið glas og ætlast til þess að fá fría áfyllingu…