Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

Seaman á niðurleið (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mikið hefur verið um rætt um að öldungurinn í marki Arsenal, Seaman, sé kominn á síðasta snúning en jafnan hefur kappinn komið mönnum á óvart með góðum leik. Nú hefur hins vegar Peter Shilton (einn besti markmaður Englendinga fyrr og síðar), gagnrýnt Seaman og sagt hann of hægan og þungan til að geta keppt í stórliði líku Arsenal. Seaman fékk ekki að leika í landsleiknum gegn Spánverjum. Kappinn var frá í þrjá mánuði en kom svo sterkur inn og hélt marki sínu hreinu í 390 mínútur áður en kom...

Steingrímur í Árbæinn (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Steingrímur Jóhannesson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fylki. Steingrímur verður Árbæjarliðinu efllaust mikill styrkur enda hér á ferð mikill markahrókur. Hann hefur leikið 150 leiki í efstu deild og skorað í þeim 50 mörk. Hann var orðaður við ýmis önnur lið, t.d. KR og Stjörnuna.

KR og Fjölnir gera venslasamning (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
KR og Fjölnir gerðu í gær með sér venslasamning. Venslasamningar fela í sér að félög geta lánað fjóra leikmenn í senn til hvors annars. Þeir gætu síðan kallað á mennina aftur með litlum fyrirvara ef á þarf að halda. Með þessu gætu leikmenn KR sem eru við það að komast í hópinn verið lánaðir til Fjölnis þar sem þeir öðlast leikreynslu. Ef einhverjir meiðast svo í KR liðinu þá væri hægt að kalla á þessa menn í hópinn fyrirvaralaust. Sama gildir á hinn veginn.

Inter í heimaleikjabann (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
UEFA hefur dæmt Inter í tveggja leikja heimaleikjabann vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Alaves um daginn, en Inter datt einmitt út úr UEFA keppninni þá. Inter þarf því að leika næstu tvo Evrópuleiki í 300 km fjarlægð frá Mílanóborg. En þeir eru hvort sem er ekkert á leið í Evrópukeppni á næstunni eins og þeir spila.

Steingrímur í vanda (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Steingrímur Jóhanesson er ekki búinn að á kveða hvort hann eigi að fara til Fylkirs eða Störnunar, en það myndi senni lega eiðilegja feril hans ef hann fer til Stjörnunar ég er ekki að seigja að Stjarnan sé leleg en ef hann fer til Stjörnunar þá byrjar hann í fyrstu deild en Fylkir eru í úrvalsdeild.

Doni til United? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Manchester United er alveg við það að kaupa hinn 27 ára gamla miðjumann Atalanta, Cristiano Doni. Samkvæmt Soccernet.com þá hafa félögin komist að samkomulagi um 2 milljón punda kaupverð. United menn skoðuðu Doni fyrst í leik gegn Roma og hafa útsendarar United skoðað hann reglulega eftir það. Doni er sókndjarfur miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum sem kemur United vel því þá vantar mann sem getur leyst Ryan Giggs af hólmi einstaka sinnum. Ástæða þess að Doni er svona ódýr er að...

Þórður til hrútanna (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þórður Guðjónsson er kominn til Derby County á lánssamningi frá Las Palmas og leikur hann með þeim það sem eftir er leiktíðar. Ekki er enn ljóst hvort Þórður verður orðinn löglegur fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina. Hjá Derby hittir Þórður fyrir gamlan félaga sinn frá Genk, Branko Strupar, en þér léku saman þar um árabil.

Dani vill ekki til Middlesbrough (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Dani, Barcelona, hefur hafnað endurbættu tilboði Middlesbrough. Terry Venebles er mikið í mun að krækja í kappann enda hörð fallbarátta framundan hjá Middlesbrough. Dani hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Barcelona síðan hann kom til liðsins frá Real Mallorca en hann er tilbúinn til að vera um kyrrt og berjast fyrir sæti sínu í liðinu. “Ég mun aðeins fara ef forráðamenn Barcelona vilja að ég fari,” sagði Dani. Og bætti við að ef hann færi frá Barcelona þá lægi leiðin niður á við...

Ítalía 1-2 Argentína (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Argentínumenn undirstrikuðu það hversu gríðarlega sterkt landslið þeirra er, eftir að hafa lagt Ítali að velli í Róm 2-1. Stefano Fiore kom Ítölum yfir á 26. mínútu en þeir Kily Gonzalez og Hernan Crespo svöruðu fyrir Argentínu á 36. og 49. mín.

Búinn að fá nóg af Bierhoff (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í pistli sem birtist í þýska blaðinu Bild fer Franz Beckenbauer ekki fögrum orðum um Oliver Bierhoff, framherja AC Milan. Hann fór sérstaklega í taugarnar á Franz í landsleik Þjóðverja gegn Frökkum en samt spilaði hann bara í 20 mínútur. Honum tókst að vera rangstæðum 10 sinnum á þessum stutta tíma. Hann hljóp hreinlega ekki nógu hratt til baka. “Ég verð að spyrja hvað sé að verða um Bierhoff? Hann kemst ekki í lið hjá Milan og þarf að slást fyrir sæti sínu í þýska landsliðinu.” segir...

Mikil barátta um Sol Campbell (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sol Campbell er samningslaus næsta sumar (eins og flestir vita) og getur því samið við hvaða lið sem er og fengið betri laun. Varaforseti Bayern Munchen, staðfesti í gær að félagið vildi fá Campbell en sagðist búast við harðri samkeppni frá stærstu félögum Evrópu. Lið eins og Man. Utd., Barcelona og Juventus hafa öll lýst yfir áhuga á að fá Campbell en það verður að öllum líkindum það lið sem vill borga best sem fær kappann.

Úrslit skulu standa (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
UEFA hefur nú lokið við að fara yfir leik Liverpool og Roma í Evrópukeppni félagsliða og komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa. Bæði lið voru hins vegar sektuð vegna framkomu stuðningsmanna liðanna í fyrri leiknum sem fram fór í Róm þann 15. febrúar. Liverpool voru sektaðir um 2200 pund en Roma fengu öllu þyngri sekt, eða 15.000 pund.

ÍA efst í deildarbikarnum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Skagamenn eru efstir í A-riðli efri deildar í deildabikarnum í knattspyrnu eftir sigur á Fram, 2:1, í Reykjaneshöll í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Hálfdán Gíslason komu þeim í 2:0 á fyrstu 25 mínútum leiksins en Framarar pressuðu talsvert á lokakaflanum og Þorbjörn Atli Sveinsson minnkaði muninn. Grindvíkingar, fengu sín fyrstu stig með því að sigra Fylki 2:0.

U21 landslið Englands niðurlægt (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Enska U-21 landsliðið tapaði fyrir Spánverjum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0 og er það stærsta tap enska U-21 liðsins á heimavelli fyrr og síðar. Liðið sem virkaði sterkt á pappírnum sá aldrei til sólar. Sven Göran Eriksson þjálfari A-landsliðsins var að sjálfsögðu á vellinum enda duglegur að mæta á hina ýmsu leiki. A-landslið þjóðanna mætast á Villa Park í kvöld. Eriksson hlakkar mikið til leiksins gegn Spánverjum í kvöld og segist meira að segja ætla að læra þjóðsönginn. “Gæði leikmanna...

Fer Emerson í herinn (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Stjórnarmenn Roma fengu hringingu frá brasilíska hernum þar sem miðjumanni þeirra, Emerson, var sagt að halda heim að gegna herskyldu sinni. Hann þarf að mæta í læknisskoðun 5. mars og svo getur hann klæðst hergallanum. Það ríkir þó ákveðin óvissa með þetta mál þar sem enginn virðist vita hversu lengi Emerson þarf að vera í hernum, en hvort hann fer á líka eftir að koma í ljós.

Grimandi segir frá sínu áliti á stórtapinu (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gilles Grimandi var hörmulegur í stórtapinu gegn Manchester United á sunnudaginn og hann viðurkennir það á heimasíðu sinni. Hann segist ekki hafa sofið almennilega frá því leiknum lauk og hefur verið frekar þunglyndur. “Við vorum mjög lélegir og við fengum að kenna á því fyrir það. Ég vil ekki vera með einhverjar afsakanir og ég vil alls ekki að einhver sé að koma með afsakanir fyrir mig. Fyrst ég get tekið hrósi þá verð ég að geta tekið gagnrýni þegar ég stend mig illa.” sagði Grimandi.

Steingrímur fer ekki til KR (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Steingrímur Jóhannesson hafnaði samningi sem KR bauð honum. Framtíð Steingríms er því enn óljós. Hann tók þá ákvörðun að breyta til og hætta að spila með ÍBV eftir síðasta tímabil. Þá sagði hann að hugur sinn stefndi út fyrir landsteinana en tilboðunum hefur víst ekki rignt yfir hann eins og hann átti von á. Fylkir hefur áhuga á Steingrími en hann er ekki sáttur við það sem Fylkir hefur að bjóða honum. Stjarnan er nýjasta liðið til að vera orðað við Steingrím. Eins og staðan er í dag þá...

Fækkar í landsliðshópnum (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það heldur áfram að fækka í landsliðshópi Sven Göran Eriksson fyrir leikinn gegn Spánverjum á morgun. Í gær höfðu Steve McManaman, Kieron Dyer, Ray Parlour dregið sig út úr hópnum og í dag gerði hinn ungi Michael Carrick slíkt hið sama vegna meiðsla. Alls er óvíst hvort Scholes verði með. Sven Göran er að leika sér aðeins að fjölmiðlum á Englandi þessa dagana með því að gefa ekki upp hver verði fyrirliði landsliðsins gegn Spánverjum, en eins og menn muna lét hann útvarpsmann gabba sig um...

Wenger fer á fund Börsunga (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Skysports greinir frá því að Arsene Wenger hafi átt viðræður við Joan Gaspart, forseta Barcelona, í París um daginn. Barcelona vildi hvorki játa þessu né neita en Gabriel Masfurroll, talsmaður félagsins, fór ekki leynt með aðdáun sína á Wenger. Samningur Wenger við Arsenal rennur út 2002 en hann hefur líka hótað að hætta afskiptum af knattspyrnu ef ákveðnar reglur sem hafa með félagaskiptakerfið að gera ganga í gegn.

Hvað er besta Reykjavíkurliðið? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum

Fréttir af Fram og Keflavík (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jóhann B. Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, var um helgina í Noregi í boði úrvalsdeildarliðsins Lyn frá Osló. Hann átti stórleik og skoraði þrennu gegn ÍBV í deildabikarnum fyrir stuttu. Keflvíkingar hafa svo sannarlega verið á skotskónum í þeim tveim leikjum sem þeir hafa spilað í keppninni til þessa. Þeir lögðu Eyjamenn 5-1 í fyrstu umferð og á föstudaginn sigruðu þeir ÍR-inga í miklum markaleik sem endaði 5-4. Keflvíkingar eru þar með efstir í B-riðli. — Ekki gengur jafnvel hjá...

Roma styrkir stöðu sína (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Roma laggði Vicenza 0:2 á útivelli í Seriu-A og styrktu stöðu sína á toppnum. Mörkin komu bæði á síðasta korteri leiksins. Nágrannar þeirra í Lazio buðu upp á markaveislu á Ólympíuleikvanginum í Róm þar sem skoruð voru átta mörk. Argentínumaðurinn Hernan Crespo skoraði þrennu en hann hefur heldur betur tekið við sér síðan Dino Zoff tók við stjórn liðsins. Þá sigruðu Juventus erkióvini sína AC Milan á heimavelli.

Liverpool Deildarbikarmeistarar (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Liverpool vann sigur í úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninar eftir framlengdan úrslitaleik og vítaspyrnukeppni gegn Birmingham City á Millenium-vellinum í Cardiff. Robbie Fowler kom Liverpool yfir með flottu marki utan vítateigs eftir 30 mín. leik. Lokamínúturnar voru hörkuspennandi þar sem Birmingham jafnaði þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma, en þar var að verki Darren Purse úr vítaspyrnu. Liverpool hafði betur í vítaspyrnukeppninni 5:4, eftir að Sander Vesterveld varði tvær...

Kemur Eyjólfur heim? (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eyjólfur Sverrisson (32) er með nýtt tilboð frá Herthu Berlin í höndunum sem hann ætlar að svara fyrir 15.mars. Hann hefur frá 1995 leikið stórt hlutverk með liðinu og það kemur því ekki á óvart að stjórnendur Herthu vilji halda í hann. Nokkur íslensk félagslið, þar á meðal Fylkir og KR, hafa verið í sambandið við Eyjólf með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir í sumar taki hann þá ákvörðun að koma heim. Jolli hefur aldrei leikið í efstu deild á Íslandi en áður en atvinnumennskan varð að...

Allt sturlað á San Siro (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Inter er úr leik í Evrópukeppninni eins og svo mörg ítölsk lið. Er Alaves skoraði annað mark sitt í leiknum varð allt vitlaust á San Siro. Áhorfendur rifu upp sæti og hentu þeim út á völlinn ásamt öllu öðru lauslegu. Við þetta varð mikil töf á leiknum og bætti Graham Barber dómari því 10 mín við venjulegan leiktíma. Hann varð síðan að flauta leikinn af þegar aðeins 5 mín voru búnar af uppbótartímanum því áhorfendur hættu ekki að henda drasli inn á völlinn. Inter á von á háum sektum og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok