Jóhann B. Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, var um helgina í Noregi í boði úrvalsdeildarliðsins Lyn frá Osló. Hann átti stórleik og skoraði þrennu gegn ÍBV í deildabikarnum fyrir stuttu. Keflvíkingar hafa svo sannarlega verið á skotskónum í þeim tveim leikjum sem þeir hafa spilað í keppninni til þessa. Þeir lögðu Eyjamenn 5-1 í fyrstu umferð og á föstudaginn sigruðu þeir ÍR-inga í miklum markaleik sem endaði 5-4. Keflvíkingar eru þar með efstir í B-riðli.




Ekki gengur jafnvel hjá Frömurum og Keflvíkingum. Leikmenn Fram eru komnir heim eftir vikulanga æfingaferð til Kýpur. Liðið spilaði þrjá leiki í ferðinni og tapaði þeim öllum. Sá fyrsti var gegn pólska félaginu 4-0. Belshina frá Hvíta-Rússlandi sigruðu 3-2 og á föstudag lágu Framarar fyrir pólska félaginu Gornik Zabrze 3-0.

Það er því hægt að segja að þetta hafi ekki verið nein frægðarför til Kýpur. Samanlögð markatala úr leikjunum er 10-1 og ljóst að Framarar þurfa að stoppa upp í varnargötin fyrir leikinn gegn ÍA í deildarbikarnum á þriðjudaginn.