Seaman á niðurleið Mikið hefur verið um rætt um að öldungurinn í marki Arsenal, Seaman, sé kominn á síðasta snúning en jafnan hefur kappinn komið mönnum á óvart með góðum leik. Nú hefur hins vegar Peter Shilton (einn besti markmaður Englendinga fyrr og síðar), gagnrýnt Seaman og sagt hann of hægan og þungan til að geta keppt í stórliði líku Arsenal.

Seaman fékk ekki að leika í landsleiknum gegn Spánverjum. Kappinn var frá í þrjá mánuði en kom svo sterkur inn og hélt marki sínu hreinu í 390 mínútur áður en kom að ferðinni á Old Trafford. Gagnrýni Shilton´s beinist einkum að því hvernig Seaman höndlar fyrirgjafir. Sven Göran Eriksson, nýráðinn landsliðsþjálfari Englendinga, hefur sagt að hann muni taka Seaman til greina er hann velur landsliðshópinn fyrir komandi leik í undankeppni HM. Ég held að þetta sé bara típískt þjálfaratal. “Allir eiga jafna möguleika…” bla bla bla. James, Wright og Martyn eru allir mun betri markmenn en Símon.

Arsenal þarf reyndar að fara að endurnýja alla varnarlínuna áður en hún verður lögð inn á elliheimili.