Steingrímur Jóhannesson hafnaði samningi sem KR bauð honum. Framtíð Steingríms er því enn óljós. Hann tók þá ákvörðun að breyta til og hætta að spila með ÍBV eftir síðasta tímabil. Þá sagði hann að hugur sinn stefndi út fyrir landsteinana en tilboðunum hefur víst ekki rignt yfir hann eins og hann átti von á.

Fylkir hefur áhuga á Steingrími en hann er ekki sáttur við það sem Fylkir hefur að bjóða honum. Stjarnan er nýjasta liðið til að vera orðað við Steingrím.

Eins og staðan er í dag þá hefur Steingrímur ekki úr miklu að moða og því gæti hugsanlega farið svo að hann spili með ÍBV næsta sumar eftir allt saman.