Inter er úr leik í Evrópukeppninni eins og svo mörg ítölsk lið. Er Alaves skoraði annað mark sitt í leiknum varð allt vitlaust á San Siro. Áhorfendur rifu upp sæti og hentu þeim út á völlinn ásamt öllu öðru lauslegu.

Við þetta varð mikil töf á leiknum og bætti Graham Barber dómari því 10 mín við venjulegan leiktíma. Hann varð síðan að flauta leikinn af þegar aðeins 5 mín voru búnar af uppbótartímanum því áhorfendur hættu ekki að henda drasli inn á völlinn.

Inter á von á háum sektum og jafnvel heimaleikjabanni eftir þessa uppákomu.